Íslenski boltinn

Lék sinn fyrsta leik í Kaplakrika fyrir ári síðan

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hinn ungi miðjumaður Stjörnunnar Þorri Geir Rúnarsson hefur slegið í gegn í Pepsí deildinni í sumar en hann fékk eldskírn sína þegar FH lagði Stjörnuna 4-0 í úrslitaleik um annað sætið á síðustu leiktíð.

Ótrúlegt en satt hefur Þorri Geir aldrei leikið unglingalandsleik fyrir Íslands hönd en hann var valinn í U-21 árs landsliðið í gær í fyrsta sinn sem var markmið hjá honum.

„Í byrjun sumars þá gerði ég það ekki en þegar á leið sumars þá var þetta markmið og það er gaman að þetta hafi tekist,“ sagði Þorri Geir í samtali við Arnar Björnsson sem sjá má hér að ofan.

„Ég reiknaði ekkert með að byrja alla þessa leiki en svo þegar Presturinn (Michael Præst) meiðist um mitt mót þá kem ég inn í liðið og ætlaði að standa mig eins vel og ég gæti. Það hefur gengið ágætlega hingað til.

„Það er spenningur og mér líður vel. Mér líst vel á þetta,“ sagði Þorri Geir en mikið vant hefur runnið til sjávar síðan Þorri Geir lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Kaplakrikavelli fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×