Íslenski boltinn

Ólafur Karl: Mér er svolítið kalt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen. vísir/daníel
„Mér líður ágætlega, en mér er svolítið kalt,“ sagði Ólafur Karl Finsen, hetja Stjörnunnar, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir sigurinn ótrúlega í úrslitaleiknum gegn FH í dag.

Aðspurður hvað hann var að hugsa þegar hann fór á punktinn í uppbótartíma sagði hann: „Um að verða Íslandsmeistari. Ég var bara kaldur ef ég á að vera hreinskilinn. Mér hlakkaði bara til stundarinnar.“

Ólafur Karl var enn að reyna að átta sig á því sem gerðist í leiknum þegar hann spjallaði við Ásgeir Erlendsson.

„Ég þarf aðeins að melta þetta. Ég get ekki alveg sagt hvernig mér líður. Þetta er bara náttúrleg víma.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×