Íslenski boltinn

Ingvar Jónsson: Kvöldið verður skemmtilegt í Garðabæ

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ingvar Jónsson var magnaður í sumar.
Ingvar Jónsson var magnaður í sumar. vísir/valli
„Mér er alveg skítkalt núna, en þetta er alveg ólýsanlegt,“ sagði IngvarJónsson, markvörður Stjörnunnar, við Stöð 2 Sport eftir að fagna Íslandsmeistaratitilinum í Kaplakrika í dag.

„Þetta var alveg ótrúlegur tilfinningarússibani,“ sagði Ingvar sem var sammála því að hann væri búinn að spila vel á tímabilinu.

„Ég er búinn að eiga góða leiki og hélt hreinu fjórum sinnum í röð fyrir þennan leik. Það var pirrandi að halda ekki hreinu í dag. Lennon klobbaði mig í markinu, það var eina leiðin til að skora,“ sagði Ingvar.

FH nægði jafntefli til að verða meistari og undir lokin sóttu Stjörnumenn stíft. „Ég var tilbúinn til að fara fram í hornin líka og fá að skjóta á markið,“ sagði markvörðurinn léttur sem býst við skemmtilegu kvöldi.

„Það verður bara geðveikt. Það verður skemmtilegt kvöld í Garðabæ,“ sagði Ingvar Jónsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×