Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2014 19:30 Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað ábyrgðarmenn greiða nú af námslánum sem lántaki hætti að greiða af. Menntamálaráðherra segist hafa skiling á vonbrigðum þeirra sem erfa ábyrgð á námslánum við fráfall ábyrgðarmanns lánanna. Á móti eigi erfingjar í þessari stöðu hins vegar kröfu á móti á þann sem tók námslánið. Lánasjóður íslenskra námsmanna hætti að krefjast ábyrgðarmanna á námslán eftir að lög voru sett þar að lútandi að tilstuðlan Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra árið 2009. Hins vegar eru fyrri ábyrgðir enn í fullu gildi og geta fylgt ábyrgðarmönnum fram yfir gröf og dauða, því krafa er gerð á dánarbú ábyrgðarmanna hafi lántaki ekki staðið í skilum. Dæmi er um fólk sem erft hefur ábyrgð án þess að vita það fyrr en eftir að dánabúi hefur verið skipt því LÍN hafði láðst að láta erfingjana vita. Í frumvarpi til heildarendurskoðunar laga um lánasjóðinn sem dagaði uppi undir lok stjórnartíðar síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að ábyrgðarmenn yrðu lausir undan ábyrgðum sínum við 67 ára aldur. Kæmi til greina að taka það upp? „Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á lögunum um lánasjóðinn og þar verða auðvitað þessi mál öll krufin,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi verið mikill munur á kostnaðarmati menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þegar frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram á Alþingi vorið 2013 og taldi fjármálaráðuneytið frumvarið dýrara en kom fram í frumvarpinu. Menntamálaráðherra minnir á að ábyrgðarmenn séu ekki alveg réttlausir. Þeir eigi endurkröfurétt á lántakandann standi hann ekki í skilum og lánið fellur á ábyrgðarmanninn. En samkvæmt upplýsingum frá lánasjóðnum greiða nú 122 ábyrgðarmenn af lánum hjá sjóðnum. „Vitanlega geta komið upp mjög erfiðar aðstæður og enn og aftur; ég skil vel þá sem standa allt í einu í þeirri stöðu að ábyrgðir sem voru veittar fyrir áratugum síðan koma fram og þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að væru til staðar, m.a. vegna þess að um var að ræða dánarbú. Ég skil vel þær tilfinningar sem hljóta þá að bærast hjá fólki. En þetta eru reglurnar og svona er þessi staða. Mér finnst mestu skipta að það sé þá gerður góður skurkur í því að tryggja að þeir sem eru í ábyrgðum sem tengjast dánarbúum viti af sinni stöðu,“ segir Illugi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira