Íslenski boltinn

Aron Elís: Álasund alltaf mitt fyrsta val

Aron Elís Þrándarson var kynntur í herbúðum Álasunds í dag.
Aron Elís Þrándarson var kynntur í herbúðum Álasunds í dag. aafk.no
Aron Elís Þrándarson, sem skrifaði undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Álasund í dag, segir í samtali við Vísi að félagið hafi alltaf verið hans fyrsta val.

„Það sem heillaði mig við Álasund var hversu ákveðnir forráðamenn liðsins voru, frá fyrsta degi, að fá mig til liðsins. Liðið var mitt fyrsta val og það er mikilvægt að menn hér hafa trú á mér og telji að ég geti bætt liðið,“ sagði Aron Elís í samtali við Vísi stuttu eftir að hann var kynntur til leiks sem leikmaður félagsins.

Eins og Vísir greindi frá á dögunum þá hafa forráðamenn Álasund mikla trú á Aroni Elísi. „Við erum vissir um að muni spila og vera lykilmaður,“ sagði Henrik Hoff, yfirmaður knattspyrnumála við Vísi í lok síðasta mánaðar en félagið greiðir Víkingi um 30 milljónir króna fyrir Aron Elís.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×