Íslenski boltinn

Blikar hafa ekki rætt við Sigurð Ragnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Hallur Ólafur Agnarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Breiðabliki, segir að Blikar ætli að fara sér hægt í þjálfaraleitinni.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hætti störfum hjá ÍBV um helgina eftir að tímabilinu í Pepsi-deild karla lauk.

Hlynur Svan Eiríksson hætti með Blika í síðasta mánuði en liðið hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildar kvenna í ár.

„Við höfum ekki einu sinni rætt við Sigga Ragga,“ sagði Hallur Ólafur við Vísi. „Það eru margir þjálfarar sem við höfum áhuga á að ræða við en við erum enn að vinna í þessum málum. Við munum taka okkur þann tíma sem þarf.“


Tengdar fréttir

Sigurður Ragnar hættur með ÍBV

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur sem þjálfari ÍBV í Pepsí deild karla í fótbolta eftir aðeins eitt ár í starfi. Hann óskaði eftir því að fá að hætta vegna fjölskylduaðstæðna.

Ekki í hópi þeirra sem öskra menn áfram

Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að það sé of mikil einföldun að þjálfunaraðferðir séu ólíkar fyrir konur og karla. Það hafi þó verið áskorun að söðla um eftir sjö ára starf sem landsliðsþjálfari kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×