Íslenski boltinn

Heimir: Ræði framhaldið við FH í vikunni

Heimir Guðjónsson hefur verið afskaplega farsæll þjálfari í Hafnarfirði.
Heimir Guðjónsson hefur verið afskaplega farsæll þjálfari í Hafnarfirði. Vísir/Stefán
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir framtíð sína óljósa. Samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rennur út nú eftir tímabilið og ljóst að mörg félög munu sækjast eftir starfskröftum hans ef hann framlengir ekki samning sinn við FH.

Heimir segir í samtali við Vísi að hann hyggist setjast niður með FH-ingum í vikunni og ræða framhaldið. „Mótið var að klárast og ég hef ekkert sérstaklega verið að velta þessum hlutum fyrir mér enn sem komið er. Það eina sem er öruggt er að ég mun setjast niður með FH og ræða framhaldið,“ segir Heimir og þvertekur fyrir að önnur lið hafi sett sig í samband við hann.

Heimir hefur stýrt FH-ingum frá árinu 2008 og unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil. Nýafstaðið Íslandsmót endaði þó ekki eins og Heimir hefði helst kosið því Stjörnumenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika á laugardaginn eftir hreinan úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×