Umfjöllun, viðtöl, myndir og myndband: Stjarnan - Zvezda 2005 2-5 | Grátlegt stórtap Stjörnunnar Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 8. október 2014 16:14 Rússneska liðið WFC Zvezda lagði Íslands- og bikarmeistara Stjörnuna í kvennaflokki 5-2 í fyrri leik liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru aðeins fimm mínútur liðnar af leiknum þegar José Nahi sýndi styrk sinn og eftir tólf mínútur var hún komin með tvö mörk og virtist öll spenna vera horfin úr einvíginu. Stjarnan áttaði sig á því er leið á leikinn að liðið getur hæglega keppt við rússneska liðið og eftir ágætan kafla náði Harpa Þorsteinsdóttir að minnka muninn á 31. mínútu. Stjarnan sótti af krafti eftir markið en styrkur rússneska liðsins fólst fyrst og fremst í gæðum Nahi auk þess sem liðið er með mjög fljótan hægri kantmann sem erfitt er að eiga við en Nahi fullkomnaði þrennuna sex mínútum fyrir hálfleik eftir góðan sprett hinnar öskufljótu Olha Boychenko upp hægri kantinn. Nahi var í algjörum sérflokki á vellinum. Gríðarlega líkamlega sterk og fljót auk þess sem hún veit hvar markið er. Rússneska vörnin var ekki traustvekjandi en það er erfitt að fara áfram í Meistaradeildinni þegar liðið fær fimm mörk á sig á heimavelli þó einvígið sé allt annað en búið. Stjarnan lék mun betur í seinni hálfleik. Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari liðsins fann lausnina á því hvernig átti að verjast Nahi og liðið var mun þéttara í varnarleik sínum auk þess sem liðið spilaði fastar án þess að brjóta mikið af sér. Þegar seinni hálfleikur var rétt að verða hálfnaður þyngdist sókn Stjörnunnar og Kristrún Kristjánsdóttir nýtti sér mistök í vörn Zvezda og minnkaði muninn þegar enn voru 25 mínútur eftir af leiknum. Nahi og Boychenko fengu lítið pláss í seinni hálfleik og lítil hætta var af öðrum leikmönnum liðsins. Það kom því ekki að sök að aðrir leikmenn Zvezda fengu á tíðum pláss og tíma í sóknarleiknum. En á 90. mínútu gleymdi Stjarnan sér. Danka Podovac fékk fínt færi sem var varið. Zvezda kom boltanum strax til Nahi sem æddi upp hálfann völlinn og skoraði af öryggi. Glódís Perla Viggósdóttir reyndi að verjast henni en Nahi var of fljót og of sterk. Aðeins tveimur mínútum var bætt við en það dugði Zvezda til að gera endanlega út um einvígið því Nahi sendi boltann inn fyrir á Daryana Apanaschenko sem var felld af Söndru Sigurðardóttur. Apanaschenko skoraði sjálf úr vítinu. Grátleg niðurstaða fyrir Stjörnuna. Liðið átti í fullu tré við rússneska liðið en einstaklingsgeta Nahi hjá gestunum var of mikil fyrir liðið.Ásgerður: Þær eru með virkilega sterka einstaklinga „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun og svo aftur í endann sem setti okkur á hausinn í þessum leik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar. „Mér fannst við sterkari aðilinn í 60-65 mínútur í þessum leik. Svo eru þær með frekar fljótan og sterkan framherja sem kláraði þetta fyrir þær. „Það er erfitt að ráða við hana en við eigum að gera betur og vera skynsamari í því sem við erum að gera. Það er virkilega svekkjandi að fá fjögur mörk á sig frá þessum eina leikmanni,“ sagði Ásgerður sem sagði José Nahi þó ekki hafa komið Stjörnunni á óvart. „Við vissum að hún væri sterk og snögg en við höfðum bara ekki nægjanlegar gætur á henni. „Við vorum nálægt því að jafna í 3-3 þegar þær svo setja mark í andlitið á okkur. Þetta er einbeitingarleysi og við þurfum að læra af þessu,“ sagði Ásgerður sem er hvergi bangin fyrir ferðalagið til Rússlands í seinni leikinn. „Þetta veður erfitt en við ætlum að gefa þessu liði alvöru leiki og ætlum að vinna í Rússlandi. Mér finnst við vera með betra lið heldur en þær en þær eru með virkilega sterka einstaklinga. „Mér fannst við eiga seinni hálfleikinn og leika mjög góðan seinni hálfleik. Við erum klaufar að setja ekki mark á þær og Danka (Podovac) hefði skorað úr átta af hverjum tíu skotum,“ sagði Ásgerður um færið sem Danka fékk rétt áður en Nahi skoraði fjórða mark sitt og Zvezda. „Það er virkilega svekkjandi.“Ólafur: Hef aldrei séð fótboltakonu svona fljóta „Við vorum ekki vel með á nótunum fyrstu tíu mínúturnar til korterið og svo síðustu tvær mínúturnar í leiknum. Það kostar okkur fjögur mörk,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að fá færi í stöðunni 3-2 og fannst við frekar vera að fara að jafna leikinn en fá þetta í andlitið en hraðinn á þessum framherja hjá þeim er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður og er ekki viss um að við sjáum aftur nema í næstu viku. Þetta er ótrúlegt að horfa á þetta. „Hún er fljót og sterk þessi stelpa og við vorum búin að sjá hana en við vissum ekki að það væri þessi hraði á henni. Ég hef aldrei séð fótboltakonu svona fljóta og ég hef séð töluvert í þessu. Plús hvað hún er líkamlega sterk. „Það er alveg sama. Við eigum að vera skynsamari og spila betur á hana sem lið. Við þurfum að vinna sem lið gegn svona leikmanni og það var mikið betra í seinni hálfleik þegar hún sást ekki fyrr en síðustu tvær mínúturnar. „Þetta er reynslan sem við fáum úr þessari Evrópukeppni, að spila við eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Það þarf að vera með frá fyrstu mínútu og vera skynsamur og geta lesið þetta strax,“ sagði Ólafur sem sagði rússneska liðið vera mun sterkara en liðin sem Stjarnan atti kappi við í Pepsí deildinni í sumar. „Það er töluverður munur. Fleiri vel spilandi leikmenn og svo þessi extra hraði þarna frammi. Ég hef aldrei séð þetta. „Við setjum okkur ný markmið fyrir seinni leikinn. Við ætlum að sýna sjálfum okkur það að við getum unnið þetta lið. Eins og við spiluðum seinni hálfleikinn þá getum við það. „Það verður markmiðið fyrst of fremst þegar við förum út. Við getum ekki sett markmið að við ætlum að setja fjögur eða fimm mörk þar. Við verðum að byrja á einu og reyna að halda hreinu og spila skynsamar. Við þurfum að fá svolítið út úr þessu því það nýtist okkur upp á framtíðina,“ sagði Ólafur.Vísir/StefánVísir/StefánHarpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrra mark Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. 1. október 2014 13:20 Ásgerður: Erum reynslunni ríkari Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar í fótbolta taka á móti rússneska liðinui Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. 7. október 2014 19:21 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Rússneska liðið WFC Zvezda lagði Íslands- og bikarmeistara Stjörnuna í kvennaflokki 5-2 í fyrri leik liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru aðeins fimm mínútur liðnar af leiknum þegar José Nahi sýndi styrk sinn og eftir tólf mínútur var hún komin með tvö mörk og virtist öll spenna vera horfin úr einvíginu. Stjarnan áttaði sig á því er leið á leikinn að liðið getur hæglega keppt við rússneska liðið og eftir ágætan kafla náði Harpa Þorsteinsdóttir að minnka muninn á 31. mínútu. Stjarnan sótti af krafti eftir markið en styrkur rússneska liðsins fólst fyrst og fremst í gæðum Nahi auk þess sem liðið er með mjög fljótan hægri kantmann sem erfitt er að eiga við en Nahi fullkomnaði þrennuna sex mínútum fyrir hálfleik eftir góðan sprett hinnar öskufljótu Olha Boychenko upp hægri kantinn. Nahi var í algjörum sérflokki á vellinum. Gríðarlega líkamlega sterk og fljót auk þess sem hún veit hvar markið er. Rússneska vörnin var ekki traustvekjandi en það er erfitt að fara áfram í Meistaradeildinni þegar liðið fær fimm mörk á sig á heimavelli þó einvígið sé allt annað en búið. Stjarnan lék mun betur í seinni hálfleik. Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari liðsins fann lausnina á því hvernig átti að verjast Nahi og liðið var mun þéttara í varnarleik sínum auk þess sem liðið spilaði fastar án þess að brjóta mikið af sér. Þegar seinni hálfleikur var rétt að verða hálfnaður þyngdist sókn Stjörnunnar og Kristrún Kristjánsdóttir nýtti sér mistök í vörn Zvezda og minnkaði muninn þegar enn voru 25 mínútur eftir af leiknum. Nahi og Boychenko fengu lítið pláss í seinni hálfleik og lítil hætta var af öðrum leikmönnum liðsins. Það kom því ekki að sök að aðrir leikmenn Zvezda fengu á tíðum pláss og tíma í sóknarleiknum. En á 90. mínútu gleymdi Stjarnan sér. Danka Podovac fékk fínt færi sem var varið. Zvezda kom boltanum strax til Nahi sem æddi upp hálfann völlinn og skoraði af öryggi. Glódís Perla Viggósdóttir reyndi að verjast henni en Nahi var of fljót og of sterk. Aðeins tveimur mínútum var bætt við en það dugði Zvezda til að gera endanlega út um einvígið því Nahi sendi boltann inn fyrir á Daryana Apanaschenko sem var felld af Söndru Sigurðardóttur. Apanaschenko skoraði sjálf úr vítinu. Grátleg niðurstaða fyrir Stjörnuna. Liðið átti í fullu tré við rússneska liðið en einstaklingsgeta Nahi hjá gestunum var of mikil fyrir liðið.Ásgerður: Þær eru með virkilega sterka einstaklinga „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun og svo aftur í endann sem setti okkur á hausinn í þessum leik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar. „Mér fannst við sterkari aðilinn í 60-65 mínútur í þessum leik. Svo eru þær með frekar fljótan og sterkan framherja sem kláraði þetta fyrir þær. „Það er erfitt að ráða við hana en við eigum að gera betur og vera skynsamari í því sem við erum að gera. Það er virkilega svekkjandi að fá fjögur mörk á sig frá þessum eina leikmanni,“ sagði Ásgerður sem sagði José Nahi þó ekki hafa komið Stjörnunni á óvart. „Við vissum að hún væri sterk og snögg en við höfðum bara ekki nægjanlegar gætur á henni. „Við vorum nálægt því að jafna í 3-3 þegar þær svo setja mark í andlitið á okkur. Þetta er einbeitingarleysi og við þurfum að læra af þessu,“ sagði Ásgerður sem er hvergi bangin fyrir ferðalagið til Rússlands í seinni leikinn. „Þetta veður erfitt en við ætlum að gefa þessu liði alvöru leiki og ætlum að vinna í Rússlandi. Mér finnst við vera með betra lið heldur en þær en þær eru með virkilega sterka einstaklinga. „Mér fannst við eiga seinni hálfleikinn og leika mjög góðan seinni hálfleik. Við erum klaufar að setja ekki mark á þær og Danka (Podovac) hefði skorað úr átta af hverjum tíu skotum,“ sagði Ásgerður um færið sem Danka fékk rétt áður en Nahi skoraði fjórða mark sitt og Zvezda. „Það er virkilega svekkjandi.“Ólafur: Hef aldrei séð fótboltakonu svona fljóta „Við vorum ekki vel með á nótunum fyrstu tíu mínúturnar til korterið og svo síðustu tvær mínúturnar í leiknum. Það kostar okkur fjögur mörk,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum að fá færi í stöðunni 3-2 og fannst við frekar vera að fara að jafna leikinn en fá þetta í andlitið en hraðinn á þessum framherja hjá þeim er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður og er ekki viss um að við sjáum aftur nema í næstu viku. Þetta er ótrúlegt að horfa á þetta. „Hún er fljót og sterk þessi stelpa og við vorum búin að sjá hana en við vissum ekki að það væri þessi hraði á henni. Ég hef aldrei séð fótboltakonu svona fljóta og ég hef séð töluvert í þessu. Plús hvað hún er líkamlega sterk. „Það er alveg sama. Við eigum að vera skynsamari og spila betur á hana sem lið. Við þurfum að vinna sem lið gegn svona leikmanni og það var mikið betra í seinni hálfleik þegar hún sást ekki fyrr en síðustu tvær mínúturnar. „Þetta er reynslan sem við fáum úr þessari Evrópukeppni, að spila við eitthvað sem við höfum ekki séð áður. Það þarf að vera með frá fyrstu mínútu og vera skynsamur og geta lesið þetta strax,“ sagði Ólafur sem sagði rússneska liðið vera mun sterkara en liðin sem Stjarnan atti kappi við í Pepsí deildinni í sumar. „Það er töluverður munur. Fleiri vel spilandi leikmenn og svo þessi extra hraði þarna frammi. Ég hef aldrei séð þetta. „Við setjum okkur ný markmið fyrir seinni leikinn. Við ætlum að sýna sjálfum okkur það að við getum unnið þetta lið. Eins og við spiluðum seinni hálfleikinn þá getum við það. „Það verður markmiðið fyrst of fremst þegar við förum út. Við getum ekki sett markmið að við ætlum að setja fjögur eða fimm mörk þar. Við verðum að byrja á einu og reyna að halda hreinu og spila skynsamar. Við þurfum að fá svolítið út úr þessu því það nýtist okkur upp á framtíðina,“ sagði Ólafur.Vísir/StefánVísir/StefánHarpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrra mark Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. 1. október 2014 13:20 Ásgerður: Erum reynslunni ríkari Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar í fótbolta taka á móti rússneska liðinui Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. 7. október 2014 19:21 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. 1. október 2014 13:20
Ásgerður: Erum reynslunni ríkari Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar í fótbolta taka á móti rússneska liðinui Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. 7. október 2014 19:21