Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Zvezda 2005 | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar máttu þola þriggja marka tap, 2-5, gegn rússneska liðinu Zvezda 2005 á heimavelli í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

José Nahi, framherji frá Fílabeinsströndinni, fór illa með Stjörnustúlkur í kvöld, en hún skoraði fernu í leiknum.

Hún kom Zvezda yfir strax á 5. mínútu og bætti svo við marki sjö mínútum síðar. Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir minnkaði muninn á 31. mínútu, en Nahi skoraði sitt þriðja mark sex mínútum fyrir leikhlé.

Kristrún Kristjánsdóttir minnkaði muninn á ný á 65. mínútu, en þær rússnesku enduðu leikinn vel og bættu tveimur mörkum við undir lokin; Nahi skoraði sitt fjórða mark og Daryna Apanaschenko geri nær endanlega út um vonir Stjörnunnar með marki úr vítaspyrnu.

Öll mörkin úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ásgerður: Erum reynslunni ríkari

Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar í fótbolta taka á móti rússneska liðinui Zvezda 2005 í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×