Íslenski boltinn

Ásmundur áfram og Reynir aðstoðarþjálfari - Jörundur tekur við stelpunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nýtt þjálfarateymi karlaliðs Fylkis.
Nýtt þjálfarateymi karlaliðs Fylkis. vísir/böddi TG
Ásmundur Arnarsson heldur áfram sem þjálfari Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning í dag. Þetta kom fram á fréttamannafundi í Fylkisheimilinu í dag.

Haukur Ingi Guðnason verður hinsvegar ekki áfram honum til aðstoðar, en ReynirLeósson, fyrrverandi Íslands- og bikarmeistari með ÍA, er nýr aðstoðarþjálfari Ásmundar.

Reynir lagði skóna á hilluna árið 2010, en hann hefur verið einn af sérfræðingum Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport undanfarin ár.

Breytingar voru einnig gerðar á þjálfaramálum kvennaliðsins, en Jörundur Áki Sveinsson var ráðinn í stað Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem fór með liðið upp í fyrra og gerði stormandi lukku með nýliða í Pepsi-deildinni í sumar.

Jörundur Áki hefur þjálfað BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla undanfarin tvö ár, en hann þekkir vel til í kvennaboltanum þar sem hann þjálfaði áður Breiðablik og íslenska landsliðið.

Aðstoðarþjálfari Jörundar verður fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem lagði hanskana á hilluna eftir tímabilið með Fylki í sumar.

Jörundur Áki og Þóra B. Helgadóttir stýra kvennaliðinu.vísir/böddi TG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×