Menning

Helgi skoðar heiminn einnig gefin út á þýsku

Stefán Árni Pálsson skrifar
myndir/aðsendar
Helgi skoðar heiminn, hin ástsæla barnabók frá 1976 eftir myndlistarmanninn Halldór Pétursson og Njörð P. Njarðvík rithöfund, hefur verið endurútgefin á íslensku, ensku og dönsku og kemur einnig út í fyrsta sinn á þýsku.

Helgi skoðar heiminn naut strax mikillar hylli þegar hún kom fyrst út fyrir 38 árum. Boðskapur sögunnar er að heimurinn sé fullur af lífi.

Manneskjurnar eiga veröldina ekki ein. Dýr og vættir náttúrunnar eiga sama rétt og við og okkur ber að sýna tillitsemi og vináttu.

Barnabókin virðist alltaf eiga erindi til æskunnar enda hefur hún löngu unnið sér sess meðal sígildra íslenskra barnabóka að því er segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.