Íslenski boltinn

Bödker: Scholz var sá besti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár.

Bödker hefur fengið tíu danska leikmenn hingað til lands og flestir hafa reynst frábær viðbót fyrir Stjörnuna.

„Ég reyni að fá góða menn frá Jótlandi. Mér finnst þeir aðeins vinnusamari,“ sagði Bödger í viðtali við Arnar Björnsson í kvöld.

„Ekki segja Dönunum það en ég tel að fólkið úr sveitinni ertu til í að leggja aðeins meiri vinnu á þig,“ sagði hann í léttum dúr.

Hann segir að varnarmaðurinn Alexander Scholz sé sá besti úr þessum hópi sem hefur komið hingað til lands en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn klukkan 16.00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×