Evrópumenn djömmuðu langt fram á nótt 30. september 2014 22:52 Evrópiliðið kunni svo sannarlega að fagna sigrinum á Gleneagles. AP/Getty Áður en að Ryder-bikarinn á Gleneagles fór fram höfðu liðsmenn Bandaríkjanna, Hunter Mahan og Webb Simpson, lýst því yfir hversu erfitt hafi verið að tapa í Ryderunum árið 2010 og 2012, og sérstaklega erfitt að horfa á Evrópuliðið fagna titlinum eftir mótið. Nýlegt viðtal við Jamie Donaldson á eflaust ekki eftir að láta Simpson og Mahan lýða mikið betur, þar sem Donaldson lýsir partýinu sem skall á eftir að sigurinn varð ljós. „Við skulum orða það þannig að við sátum ekki allt nótt og töluðum um halla í flötum eða lélegar legur. Allir strákarnir skemmtu sér ótrúlega vel og menn voru lengi að út í nóttina.“ Spurður út í hvort að það hafi síast inn hjá Donaldson að hann hafi tryggt Evrópuliðinu sigurinn í Ryder bikarnum í ár með vinningsstiginu sagði hann að svo væri ekki. „Þetta er ekki alveg runnið upp fyrir mér ennþá, örugglega því ég er enn svo fullur.“ Þrátt fyrir að Bandaríska liðið hafi ekki haft jafna ríka ástæðu til þess að fagna eftir að Rydernum lauk brugðu þó nokkrir liðsmenn þess á leik í fagnaðarlátum Evrópuliðsins. Nokkrar skemmtilegar myndir frá partýinu er hægt að sjá á heimasíðu PGA hér, en þar má meðal annars sjá Bubba Watson og Rickie Fowler með hárkollur, Rory McIlroy beran að ofan og Ian Poulter að gretta sig. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Áður en að Ryder-bikarinn á Gleneagles fór fram höfðu liðsmenn Bandaríkjanna, Hunter Mahan og Webb Simpson, lýst því yfir hversu erfitt hafi verið að tapa í Ryderunum árið 2010 og 2012, og sérstaklega erfitt að horfa á Evrópuliðið fagna titlinum eftir mótið. Nýlegt viðtal við Jamie Donaldson á eflaust ekki eftir að láta Simpson og Mahan lýða mikið betur, þar sem Donaldson lýsir partýinu sem skall á eftir að sigurinn varð ljós. „Við skulum orða það þannig að við sátum ekki allt nótt og töluðum um halla í flötum eða lélegar legur. Allir strákarnir skemmtu sér ótrúlega vel og menn voru lengi að út í nóttina.“ Spurður út í hvort að það hafi síast inn hjá Donaldson að hann hafi tryggt Evrópuliðinu sigurinn í Ryder bikarnum í ár með vinningsstiginu sagði hann að svo væri ekki. „Þetta er ekki alveg runnið upp fyrir mér ennþá, örugglega því ég er enn svo fullur.“ Þrátt fyrir að Bandaríska liðið hafi ekki haft jafna ríka ástæðu til þess að fagna eftir að Rydernum lauk brugðu þó nokkrir liðsmenn þess á leik í fagnaðarlátum Evrópuliðsins. Nokkrar skemmtilegar myndir frá partýinu er hægt að sjá á heimasíðu PGA hér, en þar má meðal annars sjá Bubba Watson og Rickie Fowler með hárkollur, Rory McIlroy beran að ofan og Ian Poulter að gretta sig.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira