Ekki þversögn í orðum forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2014 14:08 Eins einkennilega og það kann að hljóma þurfa áform um að taka alfarið upp endurnýjanlega orkugjafa ekki að stangast á við fyrirhugaða olíuvinnslu. Yfirlýsing forsætisráðherra um að Ísland stefni að því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þarf ekki að stangast á við fyrirhugaða olíuvinnslu á Drekasvæðinu, segir Gunnlaugur Jónsson hjá Eykon. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ræðu á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál sem fram fór í New York í gærkvöldi. Sigmundur Davíð sagði meðal annars að á Íslandi sé stefnt að því að láta af notkun jarðefnaeldsneytis, þar muni endurnýtanlegir orkugjafar taka við, og sé sú vinna hafin. Ol í uvinnsla ú r myndinni? Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þessari yfirlýsingu forsætisráðherra og segja hana marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu eða gasvinnslu á Drekasvæðinu,“ eins og segir í yfirlýsingu. Gunnlaugur Jónsson hjá fyrirtækinu Eykon, sem nú stundar rannsóknir á Drekasvæðinu með það fyrir augum að geta í framtíðinni dælt þar upp olíu, segir þetta alls ekki þurfa að fela í sér þversögn; það að vilja vinna olíu á landgrunni Íslands, og svo því að stefna að notkun endurnýtanlegra orkugjafa. Gunnlaugur segir yfirlýsingar forsætisráðherra í engu raska fyrirhugaðri vinnu Eykons, hvað varðar rannsóknir á Drekasvæðinu og hugsanlegri olíuvinnslu þar í framtíðinni. Gunnlaugur Jónsson. Ef olía og gas myndu skyndilega hverfa þá yrðu afleiðingarnar skelfilegar, ekki síst fyrir 3. heims ríki.visir/Stefán Breytir engu varðandi ganginn á Drekanum„Ef ég tala sem aðstandandi félags sem er í þessu þá er þetta í sjálfu sér ekkert sem hefur áhrif á okkur. Ef stjórnvöld hafa áhuga á því að hérna sé framleidd olía en á sama tíma séu Íslendingar í neyslu sinni að nota orku með öðrum hætti, þá er það ekkert sem snertir okkur á neinn hátt,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að það liggi fyrir að stjórnvöld vilji að könnuð sé hugsanleg olíuvinnsla á Drekasvæðinu, séu hlynnt slíku og það sé búið að veita öll tilskilin leyfi. „Þannig að það breytir engu hvað það varðar.“ Gunnlaugur segist persónulega vera þeirrar skoðunar, þó hann starfi við olíuleit, þá sé hann þeirrar skoðunar að það sé gott í sjálfu sér að nota endurnýjanlega orkugjafa í heiminum. „Ég held að það muni gerast á einhverjum tíma að tækni muni þróast þannig að mannkyn geti notað endurnýjanlega orkugjafa. Þeir eru reyndar ekki allir jafn góðir, en sumir eru mjög góðir. Þannig að ég held að það muni allt gerast, það er bara frábært og hluti af lífinu, hinni skapandi eyðileggingu sem svo er kölluð, en er engin eyðilegging, nema á einhverjum gömlum háttum sem úreldast þá. Menn verða að taka því fagnandi þegar og ef það gerist. Olía og gas draga úr útblæstri En, það að Ísland byrji að nota endurnýtanlega orkugjafa, líka til að knýja flugvélar, skip og bíla ... ég veit ekki nákvæmlega hvað Sigmundur Davíð á við, það hefur ekki stór áhrif á eftirspurn eftir olíu í heiminum. Mín skoðun almennt, þegar ég hef verið spurður hvaða áhrif ég haldi að þetta muni hafa á útblástur, því það eru helstu áhyggjur sem fólk hefur af notkun jarðefnaeldsneytis, það er útblástur koltvíoxíðs, ég held að eins og staðan er í dag, og tæknin, þá muni aukið framboð af því jarðefnaeldsneyti sem skapar minni útblástur, það er að segja olía og gas, trúlega geta dregið úr útblæstri. Því það dregur úr þörfinni á notkun á kolum.“ Kol eru notuð í dag til að framleiða 40 prósent af öllu rafmagni í dag, að sögn Gunnlaugs. Og það er verið að reisa ný kolaorkuver nú þegar í Kína. „Gríðarlega mikil aukning á kolanotkun í Kína og í 3. heiminum, sem er hægt og rólega að nálgast okkur hin í lífskjörum. Og við getum náttúrlega ekki lagst gegn því að það njóti sömu lífskjara. Þannig að það er mjög mikil aukin orkunotkun sem er að eiga sér stað og kol eru að miklu leyti að mæta þeirri eftirspurn. Og kol eru með tvöfalt meiri útblástur per orkueiningu en jarðgas. Olían er þarna á milli. Þetta er dýnamík sem getur átt sér stað. Aukið framboð í heiminum af orkugjafa sem blæs ekki eins miklu út, hann er ekki alveg hreinn, getur minnkað útblásturinn í heild og það er nákvæmlega það sem hefur gerst.“ Við leyfisveitingar til olíuleitar á Drekasvæðinu árið 2013.Vísir/Stefán Er maðurinn snarvitlaus? Í Bandaríkjunum hófst, fyrir tæpum áratug, bylting í framleiðslu jarðgass, (fracking) þar sem verið er að brjóta upp jarðlögin til að koma gasi sem annars er fast á hreyfingu. Þetta er reyndar umdeild aðferð, en á öðrum forsendum. „Það sem gerðist með því aukna magni gasframleiðslu, strax í kjölfarið, að notkun gass jókst verulega til framleiðslu á orku meðan notkun kola minnkaði verulega. Þá á sama tíma minnkaði útblástur í Bandaríkjunum af koltvíoxíði, en menn hafa litið hornauga til Bandaríkjamanna því þeir hafa ekki viljað taka þátt í að undirrita Kyoto-bókuninni og slíks, en þarna byrjuðu þeir að standa sig betur. Fyrir þessa tilviljun, ef svo má segja, en önnur lönd. Vegna aukinnar framleiðslu á jarðgasi. Og þeir hafa aukið framleiðslu á olíu einnig með sambærilegri tækni,“ segir Gunnlaugur. Út frá þessu er ekki hægt, að mati Gunnlaugs, að fullyrða með hundrað prósent vissu að aukið framboð af olíu og gasi muni minnka útblástur sérstaklega þegar horft er langt fram í tímann. „Það er þó þannig að spár þar sem horft er til framtíðar eru enn þannig að kol verði mjög mikilvæg og nauðsynleg. Og meðan sú er staðan held ég að okkar viðleitni sé til þess fallin að vera líklegri til að draga úr útblæstri koltvíoxíðs.“ Gunnlaugur segir að algeng viðbrögð við þessum ábendingum séu þau að fólk fórni höndum og telji sig snarvitlausan; „en það hefur engum tekist að hrekja þetta hjá mér. Ég er alveg opinn fyrir því ef einhver kemur með rök á móti. Við erum í þessu með góðum vilja. Við viljum gera vel og skapa verðmæti. En, alveg opin fyrir gagnrýni.“ Ef olían færi yrðu hamfarir En, hvað varðar hann Sigmund Davíð... Gunnlaugur segir enga mótsögn í því, ef fólk vill minnka útblástur á jörðinni, að nota sem mest og flýta notkun endurnýtanlegra orkugjafa sem og standa í olíuframleiðslu. „Ef við myndum til að mynda taka alla olíu og jarðefnaeldsneyti algerlega úr myndinni, það yrðu slíkar hörmungar sem myndu dynja á heiminum að áhyggjur sem við höfum þessa dagana af öðru myndu algerlega fölna í samanburði. Þetta eru gríðarlega mikilvægir orkugjafar og algjör nauðsyn þess að 3. heimurinn geti bætt lífskjör sín. Sérstaklega ef þetta færi nú allt á einu bretti, ef við tökum þá hugsanatilraun, bara til að skoða þá afstöðu hvort við eigum að vera á móti orkugjafanum sem slíkum í dag, þá myndi það verst bitna á öllum öðrum en okkur. Skást yrði þetta hjá okkur sem höfum aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum og erum í þróuðum samfélögum, en það yrði allra allra verst í 3. heiminum. Þannig að það er mikið mannúðarmál að það sé til mikið framboð til af orku í heiminum. Við erum bara ekki að mæta því almennilega með endurnýjanlegum orkugjöfum í dag. Það er því ekki mótsögn í því að vilja á sama tíma auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa en líta jafnframt á það sem nauðsyn að nota gömlu orkugjafana þangað til við erum búin að leysa þennan vanda.“ Olíuborpallur CNOOK í Suður-Kínahafi. Olíuríkið ÍslandMargir horfa vonaraugum til olíuævintýris á Norð-Austurlandi; og þá þess að Ísland verði olíuríki og allar opinberar hirslur og þegnanna líka bólgni út af gjaldeyri í kjölfarið. Eða, hvernig stendur þetta, er einhver olía þarna? „Það á eftir að koma í ljós. Jarðfræðin og rannsóknir líta þannig út að bæði við og aðrir sem hafa þekkingu á eins og til dæmis Petoro í Noregi og CNOOK, olíufyrirtækið frá Kína, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum í heimi, og eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum í heimi,“ segir Gunnlaugur um þennan samstarfsaðila Eykons, „þetta eru aðilar sem vita sínu viti í þessu fagi allir saman. Við líka, að við teljum, og við metum það sem svo að það sé þess virði að leita að olíu þarna. Þannig að rannsóknirnar gefi það til kynna að það sé möguleiki á því. Við teljum það vel mögulegt. Það var ánægjulegt að sjá það í vor, á fyrsta leyfisfundinum með CNOOK, að þeir hafa áhuga á að fara mjög hratt í rannsóknir. Þannig að við vonum að það fari hægt og rólega að koma í ljós á næstu árum og líkurnar á árangri fari þá að aukast. Við hugsum í líkum á þessu stigi. Líkurnar á olíu í hverri borholu eru ekki miklar en líkurnar á að olía sé á svæðinu í heild eru ágætar. Það sem við gerum með þessum rannsóknum, hljóðendurvarpsmælingar, höggbylgja niður af hafsbotninum og þannig er gerð sniðmynd af hafsbotninum, og út frá þessum mælingum reynum við að sjá hvað er þarna undir. Og vonum að okkur takist að auka líkurnar á hverri og einni borholu hægt og rólega þannig að réttlætanlegt verði, eftir nokkur ár, í fyrsta lagi árið 2019 en í síðasta lagi nokkrum árum eftir það, að bora holu! Það getur tekið langan tíma að finna olíu. Maður finnur hana ekkert endilega í fyrstu holu. Það tók um það bil þrjátíu borholur áður en fyrst fannst olía. Og hver borhola er mjög dýr. Þetta tekur í allra skemmsta lagi fimm ár, ef við erum heppnir erum við að fá góða niðurstöðu þá en síðan getur þetta tekið mörg ár. Og svo getur verið að það sé engin olía þarna, og það verður að halda því til haga.“ Þannig að það glittir í olíuríkið Ísland? „Vonandi. Það er ekki víst. Við verðum að nálgast þetta af auðmýkt. Og einhvern veginn gera okkar besta og hvernig sem fer, þá er maður eins og vísindamaður. Maður er að gera tilraun og tilraunin hefur merkingu hvort sem hún verður jákvæð eða neikvæð. Hún hjálpar okkur í þekkingarleit mannkyns,“ segir Gunnlaugur. Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Yfirlýsing forsætisráðherra um að Ísland stefni að því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þarf ekki að stangast á við fyrirhugaða olíuvinnslu á Drekasvæðinu, segir Gunnlaugur Jónsson hjá Eykon. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ræðu á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál sem fram fór í New York í gærkvöldi. Sigmundur Davíð sagði meðal annars að á Íslandi sé stefnt að því að láta af notkun jarðefnaeldsneytis, þar muni endurnýtanlegir orkugjafar taka við, og sé sú vinna hafin. Ol í uvinnsla ú r myndinni? Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þessari yfirlýsingu forsætisráðherra og segja hana marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu eða gasvinnslu á Drekasvæðinu,“ eins og segir í yfirlýsingu. Gunnlaugur Jónsson hjá fyrirtækinu Eykon, sem nú stundar rannsóknir á Drekasvæðinu með það fyrir augum að geta í framtíðinni dælt þar upp olíu, segir þetta alls ekki þurfa að fela í sér þversögn; það að vilja vinna olíu á landgrunni Íslands, og svo því að stefna að notkun endurnýtanlegra orkugjafa. Gunnlaugur segir yfirlýsingar forsætisráðherra í engu raska fyrirhugaðri vinnu Eykons, hvað varðar rannsóknir á Drekasvæðinu og hugsanlegri olíuvinnslu þar í framtíðinni. Gunnlaugur Jónsson. Ef olía og gas myndu skyndilega hverfa þá yrðu afleiðingarnar skelfilegar, ekki síst fyrir 3. heims ríki.visir/Stefán Breytir engu varðandi ganginn á Drekanum„Ef ég tala sem aðstandandi félags sem er í þessu þá er þetta í sjálfu sér ekkert sem hefur áhrif á okkur. Ef stjórnvöld hafa áhuga á því að hérna sé framleidd olía en á sama tíma séu Íslendingar í neyslu sinni að nota orku með öðrum hætti, þá er það ekkert sem snertir okkur á neinn hátt,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að það liggi fyrir að stjórnvöld vilji að könnuð sé hugsanleg olíuvinnsla á Drekasvæðinu, séu hlynnt slíku og það sé búið að veita öll tilskilin leyfi. „Þannig að það breytir engu hvað það varðar.“ Gunnlaugur segist persónulega vera þeirrar skoðunar, þó hann starfi við olíuleit, þá sé hann þeirrar skoðunar að það sé gott í sjálfu sér að nota endurnýjanlega orkugjafa í heiminum. „Ég held að það muni gerast á einhverjum tíma að tækni muni þróast þannig að mannkyn geti notað endurnýjanlega orkugjafa. Þeir eru reyndar ekki allir jafn góðir, en sumir eru mjög góðir. Þannig að ég held að það muni allt gerast, það er bara frábært og hluti af lífinu, hinni skapandi eyðileggingu sem svo er kölluð, en er engin eyðilegging, nema á einhverjum gömlum háttum sem úreldast þá. Menn verða að taka því fagnandi þegar og ef það gerist. Olía og gas draga úr útblæstri En, það að Ísland byrji að nota endurnýtanlega orkugjafa, líka til að knýja flugvélar, skip og bíla ... ég veit ekki nákvæmlega hvað Sigmundur Davíð á við, það hefur ekki stór áhrif á eftirspurn eftir olíu í heiminum. Mín skoðun almennt, þegar ég hef verið spurður hvaða áhrif ég haldi að þetta muni hafa á útblástur, því það eru helstu áhyggjur sem fólk hefur af notkun jarðefnaeldsneytis, það er útblástur koltvíoxíðs, ég held að eins og staðan er í dag, og tæknin, þá muni aukið framboð af því jarðefnaeldsneyti sem skapar minni útblástur, það er að segja olía og gas, trúlega geta dregið úr útblæstri. Því það dregur úr þörfinni á notkun á kolum.“ Kol eru notuð í dag til að framleiða 40 prósent af öllu rafmagni í dag, að sögn Gunnlaugs. Og það er verið að reisa ný kolaorkuver nú þegar í Kína. „Gríðarlega mikil aukning á kolanotkun í Kína og í 3. heiminum, sem er hægt og rólega að nálgast okkur hin í lífskjörum. Og við getum náttúrlega ekki lagst gegn því að það njóti sömu lífskjara. Þannig að það er mjög mikil aukin orkunotkun sem er að eiga sér stað og kol eru að miklu leyti að mæta þeirri eftirspurn. Og kol eru með tvöfalt meiri útblástur per orkueiningu en jarðgas. Olían er þarna á milli. Þetta er dýnamík sem getur átt sér stað. Aukið framboð í heiminum af orkugjafa sem blæs ekki eins miklu út, hann er ekki alveg hreinn, getur minnkað útblásturinn í heild og það er nákvæmlega það sem hefur gerst.“ Við leyfisveitingar til olíuleitar á Drekasvæðinu árið 2013.Vísir/Stefán Er maðurinn snarvitlaus? Í Bandaríkjunum hófst, fyrir tæpum áratug, bylting í framleiðslu jarðgass, (fracking) þar sem verið er að brjóta upp jarðlögin til að koma gasi sem annars er fast á hreyfingu. Þetta er reyndar umdeild aðferð, en á öðrum forsendum. „Það sem gerðist með því aukna magni gasframleiðslu, strax í kjölfarið, að notkun gass jókst verulega til framleiðslu á orku meðan notkun kola minnkaði verulega. Þá á sama tíma minnkaði útblástur í Bandaríkjunum af koltvíoxíði, en menn hafa litið hornauga til Bandaríkjamanna því þeir hafa ekki viljað taka þátt í að undirrita Kyoto-bókuninni og slíks, en þarna byrjuðu þeir að standa sig betur. Fyrir þessa tilviljun, ef svo má segja, en önnur lönd. Vegna aukinnar framleiðslu á jarðgasi. Og þeir hafa aukið framleiðslu á olíu einnig með sambærilegri tækni,“ segir Gunnlaugur. Út frá þessu er ekki hægt, að mati Gunnlaugs, að fullyrða með hundrað prósent vissu að aukið framboð af olíu og gasi muni minnka útblástur sérstaklega þegar horft er langt fram í tímann. „Það er þó þannig að spár þar sem horft er til framtíðar eru enn þannig að kol verði mjög mikilvæg og nauðsynleg. Og meðan sú er staðan held ég að okkar viðleitni sé til þess fallin að vera líklegri til að draga úr útblæstri koltvíoxíðs.“ Gunnlaugur segir að algeng viðbrögð við þessum ábendingum séu þau að fólk fórni höndum og telji sig snarvitlausan; „en það hefur engum tekist að hrekja þetta hjá mér. Ég er alveg opinn fyrir því ef einhver kemur með rök á móti. Við erum í þessu með góðum vilja. Við viljum gera vel og skapa verðmæti. En, alveg opin fyrir gagnrýni.“ Ef olían færi yrðu hamfarir En, hvað varðar hann Sigmund Davíð... Gunnlaugur segir enga mótsögn í því, ef fólk vill minnka útblástur á jörðinni, að nota sem mest og flýta notkun endurnýtanlegra orkugjafa sem og standa í olíuframleiðslu. „Ef við myndum til að mynda taka alla olíu og jarðefnaeldsneyti algerlega úr myndinni, það yrðu slíkar hörmungar sem myndu dynja á heiminum að áhyggjur sem við höfum þessa dagana af öðru myndu algerlega fölna í samanburði. Þetta eru gríðarlega mikilvægir orkugjafar og algjör nauðsyn þess að 3. heimurinn geti bætt lífskjör sín. Sérstaklega ef þetta færi nú allt á einu bretti, ef við tökum þá hugsanatilraun, bara til að skoða þá afstöðu hvort við eigum að vera á móti orkugjafanum sem slíkum í dag, þá myndi það verst bitna á öllum öðrum en okkur. Skást yrði þetta hjá okkur sem höfum aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum og erum í þróuðum samfélögum, en það yrði allra allra verst í 3. heiminum. Þannig að það er mikið mannúðarmál að það sé til mikið framboð til af orku í heiminum. Við erum bara ekki að mæta því almennilega með endurnýjanlegum orkugjöfum í dag. Það er því ekki mótsögn í því að vilja á sama tíma auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa en líta jafnframt á það sem nauðsyn að nota gömlu orkugjafana þangað til við erum búin að leysa þennan vanda.“ Olíuborpallur CNOOK í Suður-Kínahafi. Olíuríkið ÍslandMargir horfa vonaraugum til olíuævintýris á Norð-Austurlandi; og þá þess að Ísland verði olíuríki og allar opinberar hirslur og þegnanna líka bólgni út af gjaldeyri í kjölfarið. Eða, hvernig stendur þetta, er einhver olía þarna? „Það á eftir að koma í ljós. Jarðfræðin og rannsóknir líta þannig út að bæði við og aðrir sem hafa þekkingu á eins og til dæmis Petoro í Noregi og CNOOK, olíufyrirtækið frá Kína, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum í heimi, og eitt af hundrað stærstu fyrirtækjum í heimi,“ segir Gunnlaugur um þennan samstarfsaðila Eykons, „þetta eru aðilar sem vita sínu viti í þessu fagi allir saman. Við líka, að við teljum, og við metum það sem svo að það sé þess virði að leita að olíu þarna. Þannig að rannsóknirnar gefi það til kynna að það sé möguleiki á því. Við teljum það vel mögulegt. Það var ánægjulegt að sjá það í vor, á fyrsta leyfisfundinum með CNOOK, að þeir hafa áhuga á að fara mjög hratt í rannsóknir. Þannig að við vonum að það fari hægt og rólega að koma í ljós á næstu árum og líkurnar á árangri fari þá að aukast. Við hugsum í líkum á þessu stigi. Líkurnar á olíu í hverri borholu eru ekki miklar en líkurnar á að olía sé á svæðinu í heild eru ágætar. Það sem við gerum með þessum rannsóknum, hljóðendurvarpsmælingar, höggbylgja niður af hafsbotninum og þannig er gerð sniðmynd af hafsbotninum, og út frá þessum mælingum reynum við að sjá hvað er þarna undir. Og vonum að okkur takist að auka líkurnar á hverri og einni borholu hægt og rólega þannig að réttlætanlegt verði, eftir nokkur ár, í fyrsta lagi árið 2019 en í síðasta lagi nokkrum árum eftir það, að bora holu! Það getur tekið langan tíma að finna olíu. Maður finnur hana ekkert endilega í fyrstu holu. Það tók um það bil þrjátíu borholur áður en fyrst fannst olía. Og hver borhola er mjög dýr. Þetta tekur í allra skemmsta lagi fimm ár, ef við erum heppnir erum við að fá góða niðurstöðu þá en síðan getur þetta tekið mörg ár. Og svo getur verið að það sé engin olía þarna, og það verður að halda því til haga.“ Þannig að það glittir í olíuríkið Ísland? „Vonandi. Það er ekki víst. Við verðum að nálgast þetta af auðmýkt. Og einhvern veginn gera okkar besta og hvernig sem fer, þá er maður eins og vísindamaður. Maður er að gera tilraun og tilraunin hefur merkingu hvort sem hún verður jákvæð eða neikvæð. Hún hjálpar okkur í þekkingarleit mannkyns,“ segir Gunnlaugur.
Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira