Íslenski boltinn

Gordon og Anasi áfram hjá ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gordon og Anasi ásamt Ian Jeffs og Jóni Ólafi Daníelssyni, verðandi og fráfarandi þjálfara ÍBV.
Gordon og Anasi ásamt Ian Jeffs og Jóni Ólafi Daníelssyni, verðandi og fráfarandi þjálfara ÍBV. Mynd/Eyjafréttir.is
Knattspyrnukonurnar Shaneka Gordon og Natasha Anasi skrifuðu í dag undir áframhaldandi samning við lið ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Gordon hefur verið í herbúðum ÍBV frá árinu 2012, en hún lék áður tvö tímabil með Grindavík. Gordon hefur skorað 43 mörk í 56 leikjum fyrir ÍBV í deild og bikar.

Anasi kom til ÍBV um mitt sumar og hefur leikið níu deildarleiki og skorað tvö mörk fyrir Eyjaliðið.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Ian Jeffs, leikmaður karlaliðs ÍBV, myndi taka við þjálfun kvennaliðsins af Jóni Ólafi Daníelssyni sem hefur þjálfað Eyjakonur undanfarin ár. Jón verður þó Jeffs innan handar við þjálfun liðsins.

ÍBV situr í 6. sæti Pepsi-deildarinnar með 27 stig eftir 17 umferðir. Liðið tekur á móti Breiðabliki í síðasta deildarleik sínum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×