Fótbolti

Sara Björk sænskur meistari í þriðja sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk er fyrirliði meistaraliðs Rosengård.
Sara Björk er fyrirliði meistaraliðs Rosengård. Vísir/Valli
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Rosengård þegar liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

Rosengård bar sigurorð af Kopparbergs/Göteborg á útivelli í kvöld með þremur mörkum gegn tveimur. Þýska landsliðskonan Anja Mittag skoraði tvö af mörkum Rosengård, en hún er langmarkahæst í úrvalsdeildinni með 22 mörk.

Rosengård er með 48 stig í toppsæti deildarinnar, en liðið hefur unnið 16 af 18 leikjum sínum á tímabilinu. Göteborg er í öðru sæti með 33 stig.

Sara Björk, sem er fyrirliði Rosengård, hefur leikið 17 af 18 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og skorað tvö mörk.

Þóra B. Helgadóttir lék einnig með Rosengård fyrri hluta tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×