Mjólk eða eyðilögð mjólk? Guðni Gunnarsson skrifar 29. september 2014 11:00 Mynd/Getty Mjólkurvörur eru ekki slæmar í sjálfu sér – a.m.k. ekkert meira en aðrar dýraafurðir sem eru komnar lengra frá samhengi ljóstillífunar og náttúru. En stærsti ókosturinn við mjólkurvörur er hversu mikið er búið að vinna þær, eiga við þær og slíta þær úr samhengi. Mjólkurvörur hafa almennt verið rýrðar með geril- sneyðingu, fitusprengingu, leifturhitun og annarri vinnslu og efnafræði. Stundum er þetta gert til að vörurnar geymist lengur í hillum verslana og stundum til að neytendur vilji leggja þær sér til munns. Mjög margar mjólkurvörur – sem gætu í sjálfu sér verið nokkuð heilnæmar – innihalda litarefni, kekkefni, hleypiefni og bragðefni af fjölbreyttum toga. Mjög margar mjólkurvörur innihalda mikið magn af viðbættum sykri, reyndar svo mikið að sumar þeirra jafnast á við vænt súkkulaðistykki. Samt inniheldur mjólkin töluvert hátt hlutfall mjólkursykurs og er sæt frá náttúrunnar hendi. Annar stór galli við mjólkurvörur er ofmagnið sem við neytum af þeim. Dæmigerður ísskápur á íslensku heimili er stútfullur af mjólkurvörum af öllu tagi – við höfum gert þær miðlægar í allri daglegri matarmenningu. En hvað með kalkið? segja sumir. Mjólkurvörur innihalda vissulega mikið af kalki, en samt fer fram stöðug umræða um það hversu líkaminn á erfitt með að vinna kalkið úr mjólkurvörum. Þær þjóðir heimsins sem nota mest af mjólkurvörum eru t.d. ekkert betur staddar en aðrar hvað varðar beinastyrk og kalk. Margir hafa líka bent á að ekkert annað spendýr en maðurinn neytir mjólkur eftir allra fyrsta æviskeiðið. Hvers vegna ætli það sé? Umræða um mjólkuróþol eykst líka og sumar rannsóknir hafa haldið því fram að allt að 60% mannkyns eigi beinlínis erfitt með að melta mjólk og vinna úr henni kalk og önnur næringarefni. Kalkneysla er einnig sett í samhengi við beinþynningu. En beinþynning hefur með hreyfingarleysi að gera, miklu frekar en skort á kalki. Svo er kalk að finna í miklu magni í fjölmörgum öðrum fæðutegundum, t.d. sesamfræjum, sardínum, spínati, grænkáli, næpum, hnetum og fræjum. Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. Þær mjólkurvörur sem ég get mælt með eru hrein jógúrt, kotasæla og lífrænar mjólkurvörur sem ekki hafa verið fitusprengdar. Kærleikur,Guðni Heilsa Tengdar fréttir Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00 Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00 Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49 Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00 Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mjólkurvörur eru ekki slæmar í sjálfu sér – a.m.k. ekkert meira en aðrar dýraafurðir sem eru komnar lengra frá samhengi ljóstillífunar og náttúru. En stærsti ókosturinn við mjólkurvörur er hversu mikið er búið að vinna þær, eiga við þær og slíta þær úr samhengi. Mjólkurvörur hafa almennt verið rýrðar með geril- sneyðingu, fitusprengingu, leifturhitun og annarri vinnslu og efnafræði. Stundum er þetta gert til að vörurnar geymist lengur í hillum verslana og stundum til að neytendur vilji leggja þær sér til munns. Mjög margar mjólkurvörur – sem gætu í sjálfu sér verið nokkuð heilnæmar – innihalda litarefni, kekkefni, hleypiefni og bragðefni af fjölbreyttum toga. Mjög margar mjólkurvörur innihalda mikið magn af viðbættum sykri, reyndar svo mikið að sumar þeirra jafnast á við vænt súkkulaðistykki. Samt inniheldur mjólkin töluvert hátt hlutfall mjólkursykurs og er sæt frá náttúrunnar hendi. Annar stór galli við mjólkurvörur er ofmagnið sem við neytum af þeim. Dæmigerður ísskápur á íslensku heimili er stútfullur af mjólkurvörum af öllu tagi – við höfum gert þær miðlægar í allri daglegri matarmenningu. En hvað með kalkið? segja sumir. Mjólkurvörur innihalda vissulega mikið af kalki, en samt fer fram stöðug umræða um það hversu líkaminn á erfitt með að vinna kalkið úr mjólkurvörum. Þær þjóðir heimsins sem nota mest af mjólkurvörum eru t.d. ekkert betur staddar en aðrar hvað varðar beinastyrk og kalk. Margir hafa líka bent á að ekkert annað spendýr en maðurinn neytir mjólkur eftir allra fyrsta æviskeiðið. Hvers vegna ætli það sé? Umræða um mjólkuróþol eykst líka og sumar rannsóknir hafa haldið því fram að allt að 60% mannkyns eigi beinlínis erfitt með að melta mjólk og vinna úr henni kalk og önnur næringarefni. Kalkneysla er einnig sett í samhengi við beinþynningu. En beinþynning hefur með hreyfingarleysi að gera, miklu frekar en skort á kalki. Svo er kalk að finna í miklu magni í fjölmörgum öðrum fæðutegundum, t.d. sesamfræjum, sardínum, spínati, grænkáli, næpum, hnetum og fræjum. Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. Þær mjólkurvörur sem ég get mælt með eru hrein jógúrt, kotasæla og lífrænar mjólkurvörur sem ekki hafa verið fitusprengdar. Kærleikur,Guðni
Heilsa Tengdar fréttir Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00 Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00 Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49 Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00 Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00
Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00
Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00
Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49
Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00
Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00
Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00
Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14