Íslenski boltinn

Getum tekið við minnst sex þúsund manns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að minnst sex þúsund manns geti komið á leik liðsins gegn Stjörnunni á sunnudag.

Leikurinn er hreinn úrslitaleikur FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn en lokaumferð Pepsi-deildarinnar fer fram á laugardaginn.

„Við erum með um þrjú þúsund manns í sæti og við gerum ráð fyrir því að það komist að minnsta kosti þrjú þúsund manns í stææði,“ sagði Jón Rúnar sem segir að það sé að mörgu að huga í undirbúningi leiksins.

„Þetta verður frábær leikur tveggja góðra liða. Stjarnan hefur sýnt skemmtilega tilburði og er verðugur andstæðingur okkar FH-inga,“ bætti hann við en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×