Nokkrar ástæður sykurfíknar Rikka skrifar 10. september 2014 13:53 Mynd/Getty Þrátt fyrir endalausar hvatningar og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem að við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem að mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið magn. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem að við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttuna okkar við hann svo erfiða eins og raun ber vitni. Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. Skoðum nokkrar ástæður sykurlöngunar:Ójafnvægi í skjaldkirtli:Einkenni: Streitustuðullinn er hár, þú ert “úttauguð” og sjúk í sælgæti daginn út og inn. Þetta eru einkenni um að skjaldkirtillinn gæti verið í ójafnvægi og jafnvel vanvirkur. Í kjölfarið ertu gjörsamlega búin á því í lok dags, jafnvel með vöðvaverki og hausverk. Lausnin: Drekktu meira vatn, haltu þig frá sykrinum og koffíni. Haltu þig frá einföldum kolvetnum og veldu frekar grófara brauð, gróft pasta og flóknari kolvetni. Þau eru lengur að meltast og halda blósykrinum í betra jafnvægi. Gættu líka að því að halda svefnvenjum í jafnvægi. Þreyttur líkami kallar á sykur til þess að fá orku en mundu að það er bara gerviorka. Sveppasýking:Einkenni: Er þér lífsins ómögulegt að komast í gegnum daginn án þess að fá þér hvítt brauðmeti eða sykur? Ertu kannski nýbúin að vera á sýklalyfjakúr? Algengt er að sveppasýking komi í kjölfar á notkun þessara lyfja vegna þess að sýklalyfin koma ójafnvægi á góðu bakteríurnar í meltingarflórunni. Sveppasýkingin kallar á einföld kolvetni eins og sykur til þess að fá glúkósa sem nýtist sýkingunni til vaxta. Lausnin: Skerðu niður sykur og koffínneyslu og neyttu lágkolvetnafæðis eftir mesta megni. Taktu inn meltingagerla eins og Acidophilus og styrktu meltingarkerfið.Ofkeyrsla adrenalíns:Einkenni: Pirringur, streita og svimi. Títt þvaglát og þorsti getur einnig verið eitt af einkennunum offramleiðslu adrenalíns. Adrenalínframleiðslan er tengd stressi og fer á fleygiferð þegar við erum undir miklu og stöðugu álagi. Þegar ástandið sem slíkt er stöðugt kallar líkaminn eftir frekari orku til þess að standa undir framleiðslunni. Lausnin: Nartaðu í prótínríka fæðu á milli mála eins og t.d egg, hnetur eða ostbita. Prótínríka fæðan ætti að hjálpa þér að halda orkunni jafnri yfir daginn og forða þér frá því að finna fyrir svengd eða sykurlöngun. Hormónar:Einkenni: Já, hormónar hafa mikil áhrif á okkur mannfólkið en þó frekar á konurnar. Breytingarskeið sem og fyrirtíðarspenna geta verið ástæðan fyrir þessari svakalegu sykurlöngun. Á þessu tímabili lækkar magn kynhormóna í líkamanum og konur verða sérstaklega insúlín viðkvæmar ef að svo mætti kalla. Þetta betur haft þau áhrif að löngunin í sykur og orku er meiri. Þessu fylgir líka oft þreyta og pirringur. Líkaminn reynir því eftir mesta megni að kalla eftir sykri sem að hækkar serotónin losun í heilanum, seratónin er semsagt hormón sem gerir okkur glöð. Lausnin: Reyndu að forðast sykur eftir bestu getur og veldu hollari kost. Drekktu meira vatn og hreyfðu þig. Heilsa Tengdar fréttir Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þrátt fyrir endalausar hvatningar og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem að við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem að mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið magn. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem að við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttuna okkar við hann svo erfiða eins og raun ber vitni. Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við. Skoðum nokkrar ástæður sykurlöngunar:Ójafnvægi í skjaldkirtli:Einkenni: Streitustuðullinn er hár, þú ert “úttauguð” og sjúk í sælgæti daginn út og inn. Þetta eru einkenni um að skjaldkirtillinn gæti verið í ójafnvægi og jafnvel vanvirkur. Í kjölfarið ertu gjörsamlega búin á því í lok dags, jafnvel með vöðvaverki og hausverk. Lausnin: Drekktu meira vatn, haltu þig frá sykrinum og koffíni. Haltu þig frá einföldum kolvetnum og veldu frekar grófara brauð, gróft pasta og flóknari kolvetni. Þau eru lengur að meltast og halda blósykrinum í betra jafnvægi. Gættu líka að því að halda svefnvenjum í jafnvægi. Þreyttur líkami kallar á sykur til þess að fá orku en mundu að það er bara gerviorka. Sveppasýking:Einkenni: Er þér lífsins ómögulegt að komast í gegnum daginn án þess að fá þér hvítt brauðmeti eða sykur? Ertu kannski nýbúin að vera á sýklalyfjakúr? Algengt er að sveppasýking komi í kjölfar á notkun þessara lyfja vegna þess að sýklalyfin koma ójafnvægi á góðu bakteríurnar í meltingarflórunni. Sveppasýkingin kallar á einföld kolvetni eins og sykur til þess að fá glúkósa sem nýtist sýkingunni til vaxta. Lausnin: Skerðu niður sykur og koffínneyslu og neyttu lágkolvetnafæðis eftir mesta megni. Taktu inn meltingagerla eins og Acidophilus og styrktu meltingarkerfið.Ofkeyrsla adrenalíns:Einkenni: Pirringur, streita og svimi. Títt þvaglát og þorsti getur einnig verið eitt af einkennunum offramleiðslu adrenalíns. Adrenalínframleiðslan er tengd stressi og fer á fleygiferð þegar við erum undir miklu og stöðugu álagi. Þegar ástandið sem slíkt er stöðugt kallar líkaminn eftir frekari orku til þess að standa undir framleiðslunni. Lausnin: Nartaðu í prótínríka fæðu á milli mála eins og t.d egg, hnetur eða ostbita. Prótínríka fæðan ætti að hjálpa þér að halda orkunni jafnri yfir daginn og forða þér frá því að finna fyrir svengd eða sykurlöngun. Hormónar:Einkenni: Já, hormónar hafa mikil áhrif á okkur mannfólkið en þó frekar á konurnar. Breytingarskeið sem og fyrirtíðarspenna geta verið ástæðan fyrir þessari svakalegu sykurlöngun. Á þessu tímabili lækkar magn kynhormóna í líkamanum og konur verða sérstaklega insúlín viðkvæmar ef að svo mætti kalla. Þetta betur haft þau áhrif að löngunin í sykur og orku er meiri. Þessu fylgir líka oft þreyta og pirringur. Líkaminn reynir því eftir mesta megni að kalla eftir sykri sem að hækkar serotónin losun í heilanum, seratónin er semsagt hormón sem gerir okkur glöð. Lausnin: Reyndu að forðast sykur eftir bestu getur og veldu hollari kost. Drekktu meira vatn og hreyfðu þig.
Heilsa Tengdar fréttir Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00