Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Höskuldur Kári Schram skrifar 10. september 2014 14:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna. Alþingi Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira