„Eigum eftir að fá nokkur eldgos í vetur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2014 13:19 vísir/auðunn Svipaður gangur er í eldgosinu í Holuhrauni norðan Vatnajökuls líkt og verið hefur síðustu daga. Þá er skjálftavirkni það sömuleiðis en aðal skjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem að minni skjálftar eru við ganginn undir Dyngjujökli. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir allt benda til þess að annað gos sé í sjónmáli. „Gosið hlýtur að fara að fjara út, en svo kemur bara annað. Við erum í gliðnunarhrinu og þá er þetta bara þannig að það kemur eldgos og svo fjarar það út og þá kemur annað eldgos. Þannig að við eigum eftir að fá nokkur eldgos í vetur,“ segir Ármann. „Gosið er lítið og rólegt og einangrast við miðgíginn Baug,“ bætir Ármann við. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að enn sé nokkur gangur í gosinu, svipað og verið hefur síðustu daga og ástandið þannig í jafnvægi. Sömu sögu er að segja af sigi í Bárðarbungu, en askjan sígur um það bil 50 sentímetra á sólarhring. Veðurstofan spáir hægri suðvestanátt og því er mengun vegna gossins líklegust á svæðinu við gosstöðina sjálfa og til norðausturs að Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Bárðarbunga Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Svipaður gangur er í eldgosinu í Holuhrauni norðan Vatnajökuls líkt og verið hefur síðustu daga. Þá er skjálftavirkni það sömuleiðis en aðal skjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem að minni skjálftar eru við ganginn undir Dyngjujökli. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir allt benda til þess að annað gos sé í sjónmáli. „Gosið hlýtur að fara að fjara út, en svo kemur bara annað. Við erum í gliðnunarhrinu og þá er þetta bara þannig að það kemur eldgos og svo fjarar það út og þá kemur annað eldgos. Þannig að við eigum eftir að fá nokkur eldgos í vetur,“ segir Ármann. „Gosið er lítið og rólegt og einangrast við miðgíginn Baug,“ bætir Ármann við. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að enn sé nokkur gangur í gosinu, svipað og verið hefur síðustu daga og ástandið þannig í jafnvægi. Sömu sögu er að segja af sigi í Bárðarbungu, en askjan sígur um það bil 50 sentímetra á sólarhring. Veðurstofan spáir hægri suðvestanátt og því er mengun vegna gossins líklegust á svæðinu við gosstöðina sjálfa og til norðausturs að Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Bárðarbunga Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira