Freyr: Set þann sem mér sýnist á bekkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 12:45 Vísir/Valli Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30
Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33
Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48
Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01