Sport

Handtekinn fyrir ofbeldi gegn unnustu og barni

Jonathan Dwyer í sínum síðasta leik í bili.
Jonathan Dwyer í sínum síðasta leik í bili. vísir/getty
Nýr dagur og enn einn leikmaður NFL-deildarinnar er handtekinn.

Að þessu sinni var Jonathan Dwyer, hlaupari Arizona Cardinals, handtekinn. Hann er sakaður um heimilisofbeldi.

Meint atvik á að hafa átt sér stað í lok júlí. Þá heyrðu nágrannar mikil læti frá húsi Dwyer og segja þau að átök hafi klárlega átt sér stað.

Lögreglan mætti á svæðið en handtók ekki Dwyer þar sem hann faldi sig inn á baði. Átök blossuðu aftur upp daginn eftir og þá henti Dwyer síma unnustu sinnar út um gluggann svo hún gæti ekki hringt í lögregluna. Hann er einnig sakaður um að hafa hent skó í 18 mánaða gamalt barn þeirra sama dag.

Unnustan flúði svo Dwyer og flutti í annað fylki. Hún fékk svo loks hugrekki til þess að kæra Dwyer í síðustu viku og það leiddi til handtökunnar í gær.

Þetta er enn eitt hneykslismálið í NFL-deildinni á síðustu misserum. Hlaupari Baltimore, Ray Rice, rotaði eiginkonu sína og Greg Hardy, varnamaður Carolina, er sagður hafa gengið á skrokk á unnustu sinni. Svo flengdi Adrian Peterson, hlaupari Minnesota, son sinn með trjágrein.

Allir þessir leikmenn eru komnir í bann hjá sínum félögum og spila ekki á næstunni.

NFL

Tengdar fréttir

Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni

Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið.

Peterson segist ekki vera barnaníðingur

Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein.

Rice: Þarf að vera sterkur fyrir eiginkonuna mína

Ray Rice og eiginkona hans hafa óskað eftir því að fá frið frá fjölmiðlum eftir að myndband þar sem Ray sést rota hana í lyftu á hóteli lak á netið en hún virðist ætla að standa með sínum manni.

Mayweather stendur með Ray Rice

Þeir eru ekki margir sem þora að standa með ruðningskappanum Ray Rice í dag en boxarinn Floyd Mayweather er þó einn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×