Heilsa

Hin mörgu andlit sykurs

Rikka skrifar
Mynd/getty
Sykur hefur mikið verið til umfjöllunar undanfarna daga og ekki að ástæðulausu, þetta er eitt mestnotaða efni í matvælum í heiminum í dag. Síðan í byrjun september hafa margir tekið þátt í Sykurlausum september og komist að því að það er nánast ógerlegt að skera sykurinn algerlega út. Það er eitt að taka út augljósan sykur svosem sælgæti, gos og sætabrauð en þegar hugmyndir eru um að halda lengra birtist fjall í fjarska sem nánast vonlaust er að klífa. Sykur er notaður í það margar matvörur að það væri nær að gera lista yfir matvörur sem sykurinn er ekki í og hvað þá gervisykur.

Sykur er góður, já við vitum það, en hann gefur líka fallega áferð, meiri fyllingu í matinn og sælutilfinningu eftir átið. Er það ekki hin fullkomna samsetning, ekki satt? Jú, því miður er það alveg hárrétt. Sykurinn á sér líka svartar hliðar sem að eru þessum ljósu yfirsterkari. Hann er ávanabindandi, fitandi, næringarlaus, hreint út sagt eitur í of miklu magni og hann felur sig allstaðar.

Matvælaframleiðendum og matvælainnflytjendum er skylt að vera með innihaldslýsingu á matvörum á Íslandi. Með því að skoða innihaldslýsinguna er hægt að sjá heildarmagn sykurs í vörunni og yfirleitt líka í hverjum skammti eða í hverjum 100 g.  



Í innihaldslýsingum á að telja upp allt sem sett er í vöruna, fyrst það sem mest er af og síðan koll af kolli eftir minnkandi magni, þannig að ef um er að ræða vöru þar sem sykurinn er ofarlega á listanum þá inniheldur varan líklega mikinn sykur. Það sama gildir um matvælaframleiðendur erlendis og á eftirtöldum lista er að finna hin mörgu nöfn og andlit sykurs sem gott er að hafa í huga næst þegar þú lest aftan á matvælapakkningar.



Brown sugar

Cane juice and cane syrup

Confectioners’ sugar

Corn sweetener og corn syrup

Dextrose

Fructose

Fruit juice concentrates

Glucose

Granulated white sugar

High-fructose corn syrup

Honey

Invert sugar

Lactose

Maltose

Malt syrup

Molasses

Raw sugar

Sucrose

Syrup


Tengdar fréttir

Leiðin að sykurlausri sælu

Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi.

Nokkrar ástæður sykurfíknar

Í flestu tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem að fólk er að eiga við.

Ertu sykurfíkill?

Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil.

6 matartegundir með földum sykri

6 vinsælar matartegundir sem margir borða reglulega án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn sykurs þeir eru að innbyrða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.