Menning

Andri Snær verðlaunaður fyrir Tímakistuna

Atli Ísleifsson skrifar
Andri er fyrsti höfundurinn til að hreppa verðlaunin í tvígang.
Andri er fyrsti höfundurinn til að hreppa verðlaunin í tvígang. Vísir/Valgarður
Andri Snær Magnason hlaut í dag Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir bók sína Tímakistuna.

Þetta var í sjöunda sinn sem verðlaunin voru veitt og atti Tímakistan kappi við Flata Kaninin (Flata kanínan) eftir Bárð Oskarsson frá Færeyjum og Nasaq Teqqialik (Töfrakaskeitið) eftir Kathrine Rosing frá Grænlandi.



Andri er fyrsti höfundurinn til að hreppa verðlaunin í tvígang, en hann hlaut verðlaunin í fyrsta skiptið sem þau voru veitt fyrir Söguna af bláa hnettinum. Verðlaunaafhendingin fór fram í Alþingishúsinu í dag en hún er haldin í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins.

Í fréttatilkynningu segir að tilgangur Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna sé að benda á mikilvægi góðra barnabóka á smáum málsvæðum og eru þau veitt annað hvert ár.

Dómnefnd verðlaunanna skipa prófessor Dagný Kristjánsdóttir formaður, Oddfríður Marni Rasmussen rithöfundur og Vera Lise Rosing Olsen.

Pen­inga­verðlaun upp á rúmar 1,2 milljónir fylgja verðlaununum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.