Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:31 Flatarmál hraunsins er nú rúmir fjórir ferkílómetrar. Vísir/Egill Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira