Menning

Ónotaður kafli úr Kalla og sælgætisgerðinni birtur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
getty
Kafli úr hinni sígildu barnabók Kalli og sælgætisgerðin sem ekki var notaður í bókinni hefur nú verið birtur, 50 árum eftir að bók norsk-breska rithöfundarins Roald Dahls var fyrst gefin út. Hægt er að lesa allan kaflann á síðu breska tímaritsins The Guardian.

Kaflinn lýsir aukaherbergi í sælgætisgerðinni sem heitir „Vanillukaramelluherbergið“, þar sem má finna risastórt karamellufjall.

Kaflinn, sem er úr fyrstu drögum bókarinnar frá árinu 1961, sýnir að Charlie fór upprunalega inn í verksmiðjuna ásamt móður sinni, ekki ömmu sinni. Þá eru þar fleiri krakkar sem komu ekki fyrir í lokaútgáfu bókarinnar.

Kaflinn var birtur í The Guardian með leyfi Roald Dahl Nominee Ltd., samtaka sem sjá um arfleifð hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.