Sport

Stunginn á Tenerife

Kell Brook.
Kell Brook.
Breski heimsmeistarinn í hnefaleikum, Kell Brook, keppir ekki á næstunni eftir að hafa verið stunginn í sumarfríinu sínu.

Brook var í fríi á Tenerife er hann lenti í einhverju veseni sem endaði með því að hann var stunginn í fótinn. Hann er ekki í lífshættu.

Brook átti næst að keppa í risabardaga gegn Amir Khan á Wembley en líklega þarf að fresta þeim bardaga eitthvað vegna þessa atviks.

Þetta er í annað sinn á ævinni sem Brooks er stunginn. Það gerðist síðast í Sheffield árið 2007 en þá var hann stunginn í síðuna og afturendann.

Hann snéri til baka sex mánuðum síðar og vann næstu 33 bardaga sína.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×