Fótbolti

Gott að geta sagt börnunum að pabbi sé að fara að vinna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez á leið á æfingu með Barcelona.
Luis Suárez á leið á æfingu með Barcelona. vísir/getty
Luis Suárez, framherji Barcelona, segist vera farið að líða eins og fótboltamanni aftur eftir að hann fékk leyfi til að æfa fótbolta á nýjan leik.

Þegar Suárez var upphaflega úrskurðaður í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Ítalann Giorgio Chiellini á HM var honum einnig meinað að æfa knattspyrnu, en því var snúið við fyrir íþróttadómstólnum.

„Sannleikurinn er að þetta er sárt. Manni líður eins og maður sé getulaus þegar maður stendur fyrir utan og getur ekkert annað gert en talað og öskrað,“ segir Suárez.

„Það róar mig að geta sagt börnunum að pabbi sé að fara í vinnuna. Mér er farið að líða eins og fótboltamanni á nýjan leik.“

Suárez er fullmeðvitaður um að vel verður fylgst með honum þegar hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

„Núna er ég hjá besta liði heims þannig það verða fleiri sem fylgjast með mér en nokkru sinni fyrr. Maður þarf bara að taka sína ábyrgð og vera skynsamur,“ segir Luis Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×