Börnin og sykurleysið Rikka skrifar 8. september 2014 14:00 Mynd/Getty Nú er vika liðin síðan átakið Sykurlaus september var sett í gang. Ekki óraði mig fyrir því að þetta átak hefði svona mikil áhrif og myndi vekja þessi sterku viðbrögð sem að ég er búin að fá nasaþef af. Svo virðist sem að með þessu hafi verið hitt á veikan punkt í þjóðfélaginu. Veikan punkt hjá mér sjálfri og ekki síður börnunum mínum. Í byrjun átaksins settist ég niður með börnunum mínum og sagði þeim frá því um hvað sykurlaus september gengi út á. Við sættumst á það að ekki yrði snert við gosi, sælgæti né sætabrauði út mánuðinn gegn því að í lok hverrar viku myndum við gera eitthvað skemmtilegt saman. Fyrsta vikan er liðin og gengið hefur vonum framar. Verðlaun vikunnar voru að fara saman í bíó og hellaskoðun sem við og gerðum.Það var áskorun að fara með börnin mín í bíó og borða ekki sælgæti né drekka gos. Popp og sódavatn var það sem að var í boði en það ánægjulega var, og í raun það sem að ég var búin að kvíða fyrir, var að það kvartaði enginn. Að sama skapi var það áskorun að fara á kaffihús eftir hellaskoðunina þar sem að gómsætar kökur og aðrar girnilegar freistingar biðu okkar. Aftur kom þessi kvíði upp í mér… er ég núna að fara að eiga við öskrandi börn sem kalla á sykurskammtinn sinn. En nei, mínir menn fengu sér samloku, vatn að drekka og í eftirrétt var sæst á það að við fengum okkur hráköku saman. Börnin mín eru alsæl, enda taka þau átakið alvarlega og eru búin að standa sig með eindæmum vel. Þau líta á þetta sem leik og eru búin að skora á vini sína til að taka þátt í átakinu líka.Sykurlaus september er ekki bara búin að gera okkur gott vegna sykurleysisins heldur hefur hann haft þau áhrif að við erum meira saman, við erum með sameiginlegt markmið, við erum fjölskylda. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist í október. Munum við fjölskyldan fylla alla tóma skápa af sælgæti í einhverju brjálæði eða verður sykurlaust líferni partur af okkar tilveru? Vonandi verður það síðara ofan á, allavega svona í flestum tilfellum. Heilsa Tengdar fréttir Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07 Fljótlegur og sætur líkamsskrúbbur Sykur getur nýst í margvíslegt annað en mataræði eins og til dæmis líkamsskrúbb. Hér er uppskrift af dásamlegum líkamsskrúbb sem bæði er fljótlegt að búa til og virkar vel á húðina. 6. september 2014 08:53 Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Er sykur sexí? All frá eplakökunni í bíómyndinni American Pie og yfir í kynlífsráð sem mæla með því að sleikja hunang af kynfærum hvors annars má velta því fyrir sér hvort matvæli og kynlíf fari saman. 8. september 2014 11:00 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Dásamleg sykurlaus hindberja jógúrt Einföld uppskrift af sykurlausri jógúrt með stevíu sem er frábær sem morgunverður eða millimál. 4. september 2014 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nú er vika liðin síðan átakið Sykurlaus september var sett í gang. Ekki óraði mig fyrir því að þetta átak hefði svona mikil áhrif og myndi vekja þessi sterku viðbrögð sem að ég er búin að fá nasaþef af. Svo virðist sem að með þessu hafi verið hitt á veikan punkt í þjóðfélaginu. Veikan punkt hjá mér sjálfri og ekki síður börnunum mínum. Í byrjun átaksins settist ég niður með börnunum mínum og sagði þeim frá því um hvað sykurlaus september gengi út á. Við sættumst á það að ekki yrði snert við gosi, sælgæti né sætabrauði út mánuðinn gegn því að í lok hverrar viku myndum við gera eitthvað skemmtilegt saman. Fyrsta vikan er liðin og gengið hefur vonum framar. Verðlaun vikunnar voru að fara saman í bíó og hellaskoðun sem við og gerðum.Það var áskorun að fara með börnin mín í bíó og borða ekki sælgæti né drekka gos. Popp og sódavatn var það sem að var í boði en það ánægjulega var, og í raun það sem að ég var búin að kvíða fyrir, var að það kvartaði enginn. Að sama skapi var það áskorun að fara á kaffihús eftir hellaskoðunina þar sem að gómsætar kökur og aðrar girnilegar freistingar biðu okkar. Aftur kom þessi kvíði upp í mér… er ég núna að fara að eiga við öskrandi börn sem kalla á sykurskammtinn sinn. En nei, mínir menn fengu sér samloku, vatn að drekka og í eftirrétt var sæst á það að við fengum okkur hráköku saman. Börnin mín eru alsæl, enda taka þau átakið alvarlega og eru búin að standa sig með eindæmum vel. Þau líta á þetta sem leik og eru búin að skora á vini sína til að taka þátt í átakinu líka.Sykurlaus september er ekki bara búin að gera okkur gott vegna sykurleysisins heldur hefur hann haft þau áhrif að við erum meira saman, við erum með sameiginlegt markmið, við erum fjölskylda. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist í október. Munum við fjölskyldan fylla alla tóma skápa af sælgæti í einhverju brjálæði eða verður sykurlaust líferni partur af okkar tilveru? Vonandi verður það síðara ofan á, allavega svona í flestum tilfellum.
Heilsa Tengdar fréttir Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07 Fljótlegur og sætur líkamsskrúbbur Sykur getur nýst í margvíslegt annað en mataræði eins og til dæmis líkamsskrúbb. Hér er uppskrift af dásamlegum líkamsskrúbb sem bæði er fljótlegt að búa til og virkar vel á húðina. 6. september 2014 08:53 Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Er sykur sexí? All frá eplakökunni í bíómyndinni American Pie og yfir í kynlífsráð sem mæla með því að sleikja hunang af kynfærum hvors annars má velta því fyrir sér hvort matvæli og kynlíf fari saman. 8. september 2014 11:00 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Dásamleg sykurlaus hindberja jógúrt Einföld uppskrift af sykurlausri jógúrt með stevíu sem er frábær sem morgunverður eða millimál. 4. september 2014 11:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07
Fljótlegur og sætur líkamsskrúbbur Sykur getur nýst í margvíslegt annað en mataræði eins og til dæmis líkamsskrúbb. Hér er uppskrift af dásamlegum líkamsskrúbb sem bæði er fljótlegt að búa til og virkar vel á húðina. 6. september 2014 08:53
Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00
Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00
Er sykur sexí? All frá eplakökunni í bíómyndinni American Pie og yfir í kynlífsráð sem mæla með því að sleikja hunang af kynfærum hvors annars má velta því fyrir sér hvort matvæli og kynlíf fari saman. 8. september 2014 11:00
Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00
Dásamleg sykurlaus hindberja jógúrt Einföld uppskrift af sykurlausri jógúrt með stevíu sem er frábær sem morgunverður eða millimál. 4. september 2014 11:00