Formúla 1

Endur­hæfing Schumacher færð á heimili hans

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Michael Schumacher var virkur í góðgerðarmálum en hér er hann hluti af góðgerðarfótboltaleik.
Michael Schumacher var virkur í góðgerðarmálum en hér er hann hluti af góðgerðarfótboltaleik. Vísir/Getty

Michael Schumacher, einn besti ökuþór allra tíma, hefur yfirgefið spítalann í Lausanne í Sviss til þess að halda áfram endurhæfingunni á heimili sínu.



Schumacher slasaðist alvarlega á höfði á skíðum í frönsku ölpunum þann 29. desember síðastliðinn og var hann í dái á spítala í Frakklandi í marga mánuði.



Eftir að hann vaknaði úr dáinu var ákveðið að færa hann á spítala nær heimili hans í Sviss og hefur hann eytt undanförnum mánuðum á spítala í Lausanne.



Talskona Schumacher, Sabine Kehm, staðfesti að hann væri á leiðinni heim til þess að halda áfram endurhæfingunni en minnti á að það væri enn langur vegur eftir.



„Hann mun halda áfram endurhæfingunni heima hjá sér. Við höfum náð góðum árangri undanfarnar vikur en það er mikið eftir í þessari baráttu.“


Tengdar fréttir

Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu

Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu.

Schumacher í skíðaslysi

Franskir fjölmiðlar greina frá því að ökuþórinn Michael Schumacher hafi slasast í skíðaslysi þar í landi.

Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu

Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×