Eimskipsmótaröðin | Spenna á Akureyri fyrir lokahringinn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. ágúst 2014 23:30 Vísir/Gsimyndir.net Gísli Sveinbergsson, GK, Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. Gísli Sveinbergsson, kylfingurinn efnilegi úr GK, er í fyrsta sæti hjá körlunum eftir fyrstu tvo hringina, en Gísli er að berjast um að hirða annað sætið á stigamótaröðinni. Gísli hefur samtals leikið hringina tvo samtals á einu höggi undir pari; 70 og 71. Næstir koma þeir Andri Már Óskarsson, GHR, og stigameistarinn Kristján Þór Einarsson, GKJ, en þeir eru báðir á samtals 143 höggum, einu yfir pari. Eins og fyrr segir hefur Kristján Þór nú þegar tryggt sér stigameistaratitilinn, en mikil spenna er kvennamegin. Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, eru á samtals 150 höggum og leiða eftir hringina tvo, en þær eru samtals á átta yfir pari. Karen er efst á stigalistanum fyrir mótið og er í góðri stöðu fyrir lokadaginn. Í þriðja sæti er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, á samtals 153 höggum eða ellefu yfir pari. Á morgun fer fram lokahringurinn, en lokahollin fara út í kringum tíu þannig lokatölur eru væntanlegar um tvö leytið. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Gísli Sveinbergsson, GK, Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, leiða fyrir lokahringina á Jaðarsvelli á Akureyri, en mótið er sjötta og síðasta stigamót GSÍ sem fer fram í sumar. Gísli Sveinbergsson, kylfingurinn efnilegi úr GK, er í fyrsta sæti hjá körlunum eftir fyrstu tvo hringina, en Gísli er að berjast um að hirða annað sætið á stigamótaröðinni. Gísli hefur samtals leikið hringina tvo samtals á einu höggi undir pari; 70 og 71. Næstir koma þeir Andri Már Óskarsson, GHR, og stigameistarinn Kristján Þór Einarsson, GKJ, en þeir eru báðir á samtals 143 höggum, einu yfir pari. Eins og fyrr segir hefur Kristján Þór nú þegar tryggt sér stigameistaratitilinn, en mikil spenna er kvennamegin. Tinna Jóhannsdóttir, GK, og Karen Guðnadóttir, GS, eru á samtals 150 höggum og leiða eftir hringina tvo, en þær eru samtals á átta yfir pari. Karen er efst á stigalistanum fyrir mótið og er í góðri stöðu fyrir lokadaginn. Í þriðja sæti er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, á samtals 153 höggum eða ellefu yfir pari. Á morgun fer fram lokahringurinn, en lokahollin fara út í kringum tíu þannig lokatölur eru væntanlegar um tvö leytið.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira