Engin ríkisábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. ágúst 2014 11:14 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, setti fram athyglisverða hugmynd í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku um að hafna frumvarpi um innistæðutryggingar sem er í smíðum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og grundvallast á nýrri tilskipun Evrópusambandsins um sama efni nr. 2014/49. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur fundað með embættismönnum ráðuneytisins vegna umræddrar tilskipunar og þar hafa verið settar fram efasemdir um að rétt sé að innleiða hana í íslenska löggjöf þótt íslenska ríkið sé skuldbundið til að gera slíkt á grundvelli EES-samningsins. Þá liggja fyrir drög að frumvarpi á grundvelli tilskipunarinnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkvæmt þessari tilskipun skulu aðildarríkin sjá til þess að tryggingavernd samanlagðra innstæðna hvers innistæðueiganda sé að lágmarki 100.000 evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, ef innistæðurnar verða ótiltækar, t.d. við fall banka. „Þarna er verið að tala um að setja 0,8 prósent af innistæðum í sjóð en hérna er mikil samþjöppun í bankakerfinu ólíkt því sem er víða erlendis. Fáir stórir bankar, þrír stærstu bankarnir með 90 prósent af markaðnum. Það leiðir af eðli máls að það er ekki hægt að búa til tryggingakerfi á svo fábreyttum markaði,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2. Í þessu sambandi má rifja upp að í gildi er „ráðherrayfirlýsing“ um ótakmarkaða ríkisábyrgð á öllum innistæðum á Íslandi. Vandamálið við þessa yfirlýsingu er sú að hún styðst ekki við neina lagaheimild og réttarheimildarleg staða hennar er því afar veik eða engin. Yfirlýsingin hefur hins vegar aldrei verið afturkölluð og málefni fjármálafyrirtækja á fallanda fæti eins og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið leyst á grundvelli hennar eftir hrunið. Velta má fyrir sér hvort stjórnmálamenn eins og Frosti Sigurjónsson, sem eru mótfallnir lögbundinni 16 milljóna króna tryggingu á innistæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, telji að ráðherrayfirlýsingin sé í raun að vettugi virðandi því hún feli í sér allsherjar ábyrgð á innistæðum óháð fjárhæð. Það hefur enginn stjórnmálamaður til þessa stigið fram og lýst því yfir með afdráttarlausum hætti að ráðherrayfirlýsingin hafi ekkert vægi lengur. Ganga má út frá því sem vísu að ný löggjöf um innistæðutryggingar leysi ekki aðeins af hólmi eldri löggjöf heldur einnig yfirlýsingu stjórnmálamanna sem ekki styðst við lagaheimild. Þannig þyrfti í raun ekki að taka það fram ef slíkt frumvarp yrði að lögum vegna þess að um sett lög væri að ræða en ekki yfirlýsingu stjórnmálamanna, sem gefin var út í þeim tilgangi að róa almenning. Hins vegar má segja að athugasemdir Frosta Sigurjónssonar komi allt of seint fram enda er tilskipunin orðin að lögum á innri markaðnum. Hefði Ísland viljað semja sig frá umræddri tilskipun á fyrri stigum máls eða koma athugasemdum á framfæri hefði það þurft að gerast fyrir 1-2 árum á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar en þá var Frosti ekki kominn á þing. Alþingi getur auðvitað alltaf hafnað löggjöf á grundvelli slíkrar tilskipunar en þá væri íslenska ríkið að öllum líkindum að vanrækja skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og þyrfti að taka afleiðingum þess í samskipti við eftirlitsstofnun EFTA, ESA.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar