Shingo Fuji í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 13:30 Fujii leikur verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu á tónleikunum í kvöld. Á gítartónleikum Japanans Shingo Fujii í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld sem hefjast klukkan 20, leikur hann verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu. Fujii er gestur Listaháskóla Íslands í þessari viku og eru þrír viðburðir haldnir í tengslum við heimsókn hans sem allir eru opnir almenningi. Fyrir utan tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu er það fyrirlestur á morgun, 27. ágúst klukkan 16.15 í Sölvhóli, tónleikasal LHÍ, Sölvhólsgötu 13 sem nefnist Japönsk samtímaverk fyrir gítar. Þar varpar Fujii ljósi á það hvernig japönsk samtímatónskáld hafa skrifað fyrir klassíska gítarinn, en hljóðfærið hefur átt sérlega miklum vinsældum að fagna þar í landi í áratugi. Sérstök áhersla verður lögð á verk meistarans Toru Takemitsu (1930-1996), eins helsta tónskálds Japana á 20. öld, en jafnframt mun Fujii kynna eigin verk fyrir gítar. Master Class námskeið verður svo í Sölvhóli klukkan 19 á morgun. Þar koma nemendur LHÍ fram og fleiri. Shingo Fujii er einn af leiðandi gítarleikurum og gítartónskáldum Japans í dag. Hann lærði á gítar frá tíu ára aldri en hóf síðar nám undir handleiðslu Ichiro Okamoto. Að loknu burtfararprófi frá háskólanum í Kyoto fluttist hann til Spánar þar sem hann stundaði nám hjá José Luis González, José Tomás og David Russell. Fujii hlaut 1. verðlaun í Young Guitarist Competition í Osaka árið 1978 og Diploma frá Royal College of Music í London (A.R.C.M.) Þá voru honum veitt Luis Coleman verðlaunin í Santiago de Compostela á Spáni árið 1986. Fujii vakti mikla athygli sem tónskáld þegar gítarkonsert hans, Concierto de Los Angeles, var frumfluttur í Kyoto árið 2006 af bandaríska gítarleikaranum William Kanengizer. Í kjölfarið var Fujii boðið að stjórna frumflutningi á verkinu í Bandaríkjunum en síðan hefur William Kanengizer leikið verkið með hljómsveitum á fjölda tónleika í Bandaríkjunum, í Beijing og Shanghai í Kína. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á gítartónleikum Japanans Shingo Fujii í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld sem hefjast klukkan 20, leikur hann verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu. Fujii er gestur Listaháskóla Íslands í þessari viku og eru þrír viðburðir haldnir í tengslum við heimsókn hans sem allir eru opnir almenningi. Fyrir utan tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu er það fyrirlestur á morgun, 27. ágúst klukkan 16.15 í Sölvhóli, tónleikasal LHÍ, Sölvhólsgötu 13 sem nefnist Japönsk samtímaverk fyrir gítar. Þar varpar Fujii ljósi á það hvernig japönsk samtímatónskáld hafa skrifað fyrir klassíska gítarinn, en hljóðfærið hefur átt sérlega miklum vinsældum að fagna þar í landi í áratugi. Sérstök áhersla verður lögð á verk meistarans Toru Takemitsu (1930-1996), eins helsta tónskálds Japana á 20. öld, en jafnframt mun Fujii kynna eigin verk fyrir gítar. Master Class námskeið verður svo í Sölvhóli klukkan 19 á morgun. Þar koma nemendur LHÍ fram og fleiri. Shingo Fujii er einn af leiðandi gítarleikurum og gítartónskáldum Japans í dag. Hann lærði á gítar frá tíu ára aldri en hóf síðar nám undir handleiðslu Ichiro Okamoto. Að loknu burtfararprófi frá háskólanum í Kyoto fluttist hann til Spánar þar sem hann stundaði nám hjá José Luis González, José Tomás og David Russell. Fujii hlaut 1. verðlaun í Young Guitarist Competition í Osaka árið 1978 og Diploma frá Royal College of Music í London (A.R.C.M.) Þá voru honum veitt Luis Coleman verðlaunin í Santiago de Compostela á Spáni árið 1986. Fujii vakti mikla athygli sem tónskáld þegar gítarkonsert hans, Concierto de Los Angeles, var frumfluttur í Kyoto árið 2006 af bandaríska gítarleikaranum William Kanengizer. Í kjölfarið var Fujii boðið að stjórna frumflutningi á verkinu í Bandaríkjunum en síðan hefur William Kanengizer leikið verkið með hljómsveitum á fjölda tónleika í Bandaríkjunum, í Beijing og Shanghai í Kína.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira