Tiger búinn að reka þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2014 15:11 Tiger Woods. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda. „Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið. Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári. Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár. Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni. Golf Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda. „Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið. Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári. Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár. Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni.
Golf Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira