Frábært lokakvöld á vel heppnaðri Act Alone Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2014 21:45 Arnar Jónsson Vísir/Ágúst G. Atlason Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann. Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann.
Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13