Íslenski boltinn

Uppselt í hópferðina á San Siro

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Lech Poznan.
Úr leik Stjörnunnar og Lech Poznan. Vísir/Arnþór
Uppselt er í hópferð Úrval Útsýnar á leik Stjörnunnar og Inter í Mílanó þann 28. ágúst næstkomandi en þetta staðfesti Sigurður Gunnarsson, deildarstjóri íþróttadeildar Úrvals Útsýns við Vísi rétt í þessu.

Um er að ræða einn stærsta leik sem íslenskt félagslið hefur leikið og var mikil eftirspurn eftir miðum.

„Við settum þetta af stað klukkan 5 í gær og þetta kláraðist í hádeginu í dag. Það var tæpur sólarhringur sem þetta tók. Við vorum með 174 sæti,“ sagði Sigurður sem útilokaði ekki að bætt yrði við sætum.

„Við erum að skoða okkar möguleika þar, við viljum hjálpa sem flestum og við erum að líta á 2-3 möguleika en það verður aldrei neitt gríðarlegt magn. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt lið leikur á San Siro,“ sagði Sigurður sem staðfesti að hægt væri að kanna möguleikann á að fá staka miða á leikinn.

„Það má senda okkur póst og sjá hvað við getum gert.“ 


Tengdar fréttir

Draumadráttur fyrir Stjörnumenn

Lið Internazionale frá Mílanó verða fyrstu Meistaradeildarsigurvegararnir sem leika á íslenskri grundu.

Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst

Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld.

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×