Viðskipti innlent

Sekta Drífu ehf um eina milljón króna

Bjarki Ármannsson skrifar
Fatnaður frá Icewear.
Fatnaður frá Icewear. Vísir/Danni
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á fataframleiðandann Drífu ehf sem nemur einni milljón króna. Stofnunin mat það svo að ullarvörur frá Icewear og Norwear, vörumerkjum sem heyra undir Drífu, væru merktar með villandi hætti.

Samtök Iðnaðarins kærðu merkingar Drífu til Neytendastofu í fyrra og komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að merkingar á vörunum teldust villandi fyrir neytendur. Í tilkynningu Neytendastofu segir að merkingarnar væru taldar gefa til kynna að um íslenska vöru og íslenska framleiðslu væri að ræða, en þessar vörur eru framleiddar erlendis og úr erlendum afurðum.

Neytandastofa taldi að merkingarnar væru til þess fallnar að hafa áhrif á eftirspurn. Í kjölfar ákvörðunar Neytendastofu í ágúst í fyrr breytti Drífa ehf. merkingum sínum en við eftirgrennslan í verslunum í júlí kom í ljós að vörur Norwear höfðu verið merktar með villandi hætti að nýju. Neytendastofa segist í kjölfar þessa hafa talið nauðsynlegt að sekta félagið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×