Heilsa

Hvernig á að næra sig fyrir og eftir æfingu?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Í þessum sjöunda þætti af EA Fitness skella Elma og Anton sér í heimsókn í Vaxtarvörur og tala um hversu mikilvægt það er að næra sig vel fyrir og eftir æfingu.  

Einnig taka þau skemmtilega æfingu með EA Fitness meðliminum Stefáni Þór Jónssyni.   Einarshornið er alltaf á sínum stað og Anton fínpússar lyftingarstílinn.

Ekki missa af fróðlegum og fjörugum þætti af EA Fitness.

Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun.  

Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×