Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring á Firestone 2. ágúst 2014 00:29 Sergio Garcia lék á alls oddi í kvöld. AP/Getty Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring á Bridgestone Invitational sem fram fer í Ohio en þegar að mótið er hálfnað hefur hann þriggja högga forystu á næstu menn. Garcia er samtals á 11 höggum undir pari en hann fékk átta fugla á síðustu níu holunum á Firestone vellinum í kvöld og lék hringinn samtals á 61 höggi. Frammistaða Spánverjans var það góð að golfáhugamenn um víða veröld eiga ekki eftir að gleyma henni í langan tíma enda sjaldan sem nokkur kylfingur leikur níu holur á PGA-mótaröðinni á aðeins 27 höggum. Í öðru sæti er Englendingurinn Justin Rose en hann er á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Marc Leishman og Rory McIlroy deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en skor kylfinga hingað til hefur verið óvenju gott miðað við hversu erfiður Firestone völlurinn er alla jafna.Tiger Woods sem hefur titil að verja siglir lygnan sjó í 25. sæti á einu höggi undir pari en ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna á lokahringnum þarf hann að eiga góðan hring á morgun. Mótshaldarar eru uggandi yfir þrumuveðri sem á að ganga yfir Firestone völlinn á morgun og því er óvíst hvenær kylfingar verða ræstir út á þriðja hring. Golfstöðin verður þó með puttann á púlsinum og mun sýna frá þriðja hring en áætluð útsending hefst klukkan 16:00. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sergio Garcia fór á kostum á öðrum hring á Bridgestone Invitational sem fram fer í Ohio en þegar að mótið er hálfnað hefur hann þriggja högga forystu á næstu menn. Garcia er samtals á 11 höggum undir pari en hann fékk átta fugla á síðustu níu holunum á Firestone vellinum í kvöld og lék hringinn samtals á 61 höggi. Frammistaða Spánverjans var það góð að golfáhugamenn um víða veröld eiga ekki eftir að gleyma henni í langan tíma enda sjaldan sem nokkur kylfingur leikur níu holur á PGA-mótaröðinni á aðeins 27 höggum. Í öðru sæti er Englendingurinn Justin Rose en hann er á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Marc Leishman og Rory McIlroy deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en skor kylfinga hingað til hefur verið óvenju gott miðað við hversu erfiður Firestone völlurinn er alla jafna.Tiger Woods sem hefur titil að verja siglir lygnan sjó í 25. sæti á einu höggi undir pari en ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna á lokahringnum þarf hann að eiga góðan hring á morgun. Mótshaldarar eru uggandi yfir þrumuveðri sem á að ganga yfir Firestone völlinn á morgun og því er óvíst hvenær kylfingar verða ræstir út á þriðja hring. Golfstöðin verður þó með puttann á púlsinum og mun sýna frá þriðja hring en áætluð útsending hefst klukkan 16:00.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira