Körfubolti

Tímamótaleikur hjá Sigurði og Pavel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij og Sigurður Gunnar Þorsteinsson léku báðir fertugasta A-landsleikinn sinn í gær þegar Ísland vann níu stiga sigur á Lúxemborg, 80-71, í æfingaleik ytra.

Pavel var með 5 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar á 27 mínútum en Sigurður Gunnar var með 4 stig og 2 fráköst á 8 mínútum.

Pavel hefur skorað 267 stig í sínum landsleikjum eða 6,8 að meðaltali í leik en Sigurður Gunnar er með 104 stig í sínum A-landsleikjum sem gera 2,7 stig í leik.

Pavel lék sinn fyrsta landsleik á móti Póllandi i Stykkishólmi 7. ágúst 2004 en fyrsti landsleikur Sigurðar Gunnars var á útivelli á móti Finnum 25. ágúst 2007.

Bæði Pavel og Sigurður Gunnar spila vanalega númer fimmtán með félagsliðum sínum en Pavel var í treyju númer fimmtán í kvöld.

Pavel hefur aðeins spilað 11 af 40 landsleikjum sínum í treyju fimmtán en Sigurður Gunnar, sem lék í númer 7 í kvöld, hefur verið í „sinni“ treyju í 34 af 40 landsleikjum sínum.

Axel Kárason lék 30. landsleikinn sinn í gær og Haukur Helgi Pálsson, sem var stigahæstur í íslenska landsliðinu með 21 stig, lék sinn 25. landsleik.

Ísland mætir Bretlandi í Laugardagshöllinni eftir viku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2015.


Tengdar fréttir

Íslenskur sigur í Lúxemborg

Ísland vann níu stiga sigur, 71-80, á Lúxemborg í öðrum æfingaleik liðanna á síðustu þremur dögum.

Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg

Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM.

Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg

Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg.

Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×