Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 12:22 Hanna Birna hefur áður gagnrýnt Reyni Traustason fyrir fréttaflutning DV af lekamálinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16