Fótbolti

Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Kristjánsson stýrði sínum mönnum til sigurs í dag.
Ólafur Kristjánsson stýrði sínum mönnum til sigurs í dag. Facebook-síða Nordsjælland
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Uffe Bech kom heimamönnum yfir á 30. mínútu eftir sendingu frá Søren Christensen og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Martin Pusic jafnaði metin á 62. mínútu og aðeins mínútu seinna kom Jakob Ankersen Esbjerg yfir.

En lærisveinar Ólafs lögðu ekki árar í bát. Bech jafnaði leikinn á 71. mínútu með sínu öðru marki og fjórum mínútum síðar skoraði Hollendingurinn Joshua John sigurmark Nordsjælland.

Með sigrinum komst Nordsjælland upp í 2. sæti deildarinnar með sex stig, jafnmörg og topplið Randers sem leikur gegn Midtjylland á morgun.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Nordsjælland.

Byrjunarlið Nordsjælland var þannig skipað:

David Jensen; Mario Tičinović, Pascal Gregor, Ivan Runje, Patrick Mtiliga; Søren Christensen, Anders "AC" Christiansen, Martin Vingaard; Uffe Bech, Kristian Lindberg, Joshua John.

Morten Nordstrand og Emiliano Marcondes komu inn á sem varamenn á 66. mínútu fyrir Christensen og Kristian Lindberg. Andreas Maxsø kom inn á fyrir John á 81. mínútu.


Tengdar fréttir

Sigur í fyrsta leik Ólafs

Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag

Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×