Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta hring á PGA-meistaramótinu 8. ágúst 2014 10:01 Lee Westwood lék vel í gær. AP/Getty Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira