Bridgestone Invitational hefst í dag 31. júlí 2014 09:31 Pressan verður á Woods um helgina. AP/Getty Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira