Rory McIlroy stóðst pressuna og sigraði Opna breska Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2014 17:30 Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy stóðst áhlaup Sergio Garcia á seinasta hring Opna breska Meistaramótsins í golfi og tryggði sér Silfurkönnuna eftirsóttu. Rory var með sex högga forystu fyrir daginn í dag eftir að hafa leikið óaðfinnanlegt golf fyrstu þrjá keppnisdaga mótsins. Garcia gerði harða atlögu að forystu Rory á lokahringnum og náði þrisvar að minnka niður í tvö högg en alltaf náði Rory að halda spænska kylfingnum í ágætri fjarlægð. Góð frammistaða Rory á fyrstu þremur dögum mótsins varð á endanum það sem skóp sigurinn en Garcia náði að minnka forskot Rory um fjögur högg á lokadegi mótsins. Það var hinsvegar of seint og fagnaði McIlroy sigrinum á síðustu holu vallarins með pari. Var þetta þriðji stórmeistaratitill Rory á ferlinum en hann hefur nú unnið PGA meistaramótið, opna bandaríska- og Opna breska meistaramótið og er Mastersmótið eina stórmótið sem kylfingnum vantar í safnið. Fyrir sigur sinn á mótinu fær McIlroy rúmlega 150 milljónir íslenskra króna í vasann en faðir hans vann tæplega fjörutíu milljónir punda á sigri Rory fyrir veðmál sem hann gerði fyrir tíu árum síðan.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira