Kveikt í verslunum og gyðingar flýja ofsóknir Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 22:43 Lögregla tekur skýrslu af eiganda búðar sem kveikt var í í óeirðunum VÍSIR/GETTY Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty Gasa Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty
Gasa Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira