Evrópuævintýri Víkings heldur áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Færeysku Víkingarnir voru að vonum sáttir í gær. Heimasíða Víkings Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Leikið var í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Nokkuð var um óvænt úrslit en sennilega bar hæst sigur Víkings frá Götu í Færeyjum á norska liðinu Tromsø. Í 1. umferðinni sló Víkingur lettneska liðið Daugava Daugavpils út, 3-2 samanlagt, á meðan Norðmennirnir unnu tvo risasigra á Santos Tartu frá Eistlandi, 7-0 og 6-1. Fyrri leikur Víkings og Tromsø lyktaði með markalausu jafntefli, en Víkingur kom flestum á óvart og vann sigur í seinni leiknum á Alfheim vellinum í Tromsø. Heimamenn náðu forystunni á 51. mínútu með marki Simen Wangberg, en tíu mínútum áður hafði einn fremsti dómari Íslands, Gunnar Jarl Jónsson, vikið Jonas Johansen af velli með rautt spjald. Einum fleiri tókst færeyska liðinu að tryggja sér sigur með mörkum frá Bárdi Hansen á 60. mínútu og Halli Hansson á þeirri 77. Víkingur er því kominn áfram í 3. umferð forkeppninnar þar sem liðið mætir HNK Rijeka frá Króatíu. Fyrri leikurinn fram á Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga, á fimmtudaginn kemur og viku seinna verður seinni leikurinn í Króatíu. Víkingur situr í 3. sæti efstu deildar í Færeyjum með 26 stig eftir 15 leiki, 11 stigum á eftir toppliði B36. Allir meðlimir leikmannahópsins koma frá Færeyjum nema serbneski framherjinn Filip Djordjevic og hinn fertugi markvörður Géza Turi, sem kemur frá Ungverjalandi. Þjálfari Víkings er hinn 41 árs gamli Sigfríður Clementsen, en hann hefur stýrt liðinu frá því í fyrra. Víkingur varð til í nóvember 2007 við samruna GÍ Götu og Leirvík ÍF. Liðið hefur í þrígang orðið færeyskur bikarmeistari. Víkingur hefur tekið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Tímabilið 2010-11 féll liðið úr leik fyrir Besiktas frá Tyrklandi, 7-0 samanlagt. Ekki tókst Víkingunum betur upp tímabilið 2012-13, en þá féllu þeir úr leik fyrir Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 10-0 samanlagt. Næsta tímabil fór að rofa til, en í fyrstu umferð forkeppninnar sló Víkingur FC Inter Turku frá Finnlandi út, 2-1 samanlagt. Poetrolul Ploiesti frá Rúmeníu reyndist hins of sterkur andstæðingur í næstu umferð. Rúmenarnir unnu viðureignina 7-0 samanlagt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira