Fótbolti

Haraldur í sænsku B-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur í leik með U-21 liði Íslands.
Haraldur í leik með U-21 liði Íslands. Vísir/Anton
Haraldur Björnsson er genginn til liðs við sænska B-deildarliðið Östersund en það staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

„Ég vildi prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag.

Haraldur hefur spilað sem lánsmaður með Strömmen í B-deildinni á tímabilinu en hann hefur verið á mála hjá Sarpsborg síðan 2012.

„Ég hef kunnað mjög vel við mig hjá Strömmen, spilað fullt af leikjum og unnið með góðu fólki. Það eina neikvæða var að keyra í rúma klukkustund á æfingar,“ sagði hann enn fremur.

Hann heldur til Svíþjóðar á morgun en hann gerir eins og hálfs árs samning við Östersund með möguleika á eins árs framlengingu.

„Ég hef aflað mér upplýsingar um liðið og allir þeir sem ég hef rætt við tala mjög vel um félagið. Þetta er klúbbur sem er á uppleið,“ segir Haraldur sem á fjölda landsleikja að baki með yngri landsliðum Íslands.

Östersund er sem stendur í sjötta sæti B-deildarinnar í Svíþjóð með 25 stig eftir sextán umferðir.


Tengdar fréttir

Haraldur Björnsson búinn að semja við Sarpsborg | Kaupa hann frá Val

Haraldur Björnsson spilar ekki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því það var tilkynnt á heimasíðu norska félagsins Sarpsborg 08 í dag að íslenski markvörðurinn sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við norska b-deildarfélagið.

Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina

Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×