Innlent

Besta veðrið um verslunarmannahelgina líklega á Ísafirði

Randver Kári Randversson skrifar
Útlit er fyrir að vætusamt verði í flestum landshlutum um verslunarmannahelgina, nema helst við Breiðafjörð og á Vestfjörðum.
Útlit er fyrir að vætusamt verði í flestum landshlutum um verslunarmannahelgina, nema helst við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Vísir/Teitur
Um verslunarmannahelgina er útlit fyrir austan- og norðaustanátt, með fremur svalara lofti en verið hefur á landinu. Búist er við rigningu eða skúrum í flestum landshlutum, nema helst við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Ekki er búist við miklum vindi á landinu. Hiti verður 8-14 stig.

Ef þessi spá gengur eftir er útlit fyrir að þeir sem hyggjast fara til Ísafjarðar um verslunarmannahelgina, þar sem Mýrarboltinn fer fram, fái einna besta veðrið.

Verra útlit er hins vegar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands má búast má við að það verði vætusamt um í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Rigning verður á föstudag og laugardag. Úrkomuminna verður á sunnudag og mánudag en þá bætir í vindinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×